Boðhlaup.

Stjórnarskipti eru staðreynd. Stjórnmálamenn og embættismenn eru því í boðhlaupi þar sem færa þarf kefli endurreisnarinnar áfram þannig að sem minnstur tími tapist.

Í boðhlaupi færist keflið á milli manna á ákveðnum stað. Áður en það gerist fer sá sem á að taka við keflinu af stað þegar sá sem er með keflið nálgast hann. Fari viðtakandinn of snemma af stað nær sá sem afhenda á honum ekki og úr verður töf þar sem viðtakandinn verður að hægja mjög á sér eða stansa til að keflið komist í hendur honum. 

Fari viðtakandinn of seint af stað verður hálfgerður árekstur þegar sá sem afhenda á rekst aftur á viðtakandann eða verður að bremsa sig mikið niður. 

Þegar boðhlaupið er rétt framkvæmt eru báðir hlaupararnir á ferð samtímis og báðir á fullri ferð þegar hinn aftari teygir höndina fram og leggur keflið í útréttan lófa hins fremri. 

Um þetta snúast hlutverkaskipti þau sem teljast nauðsynleg ef hlauparinn sem afhendir keflið var of hægfara eða jafnvel haltur og þess vegna nauðsynlegt að hvíla hann og færa keflið í hendur hraðskreiðari, óþreyttum eða óhöltum manni. Það má engan tíma missa. 


mbl.is Niðursveiflan meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

..og svo hvað? Keflið skiptir um hendur og..........

Sigurbjörn Sveinsson, 12.2.2009 kl. 23:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta er nú ekkert.

Á Íslandsmóti í frjálsum íþróttum á Akureyri sagði ég si sona við þrjá aðra Eyfirðinga:

"Eigum við ekki að taka þátt í þessu fokkings fjórum sinnum hundrað?"

Og bitti nú! Við urðum Íslandsmeistarar, enda þótt við hefðum aldrei hlaupið boðhlaup áður.

Þorsteinn Briem, 13.2.2009 kl. 00:03

3 Smámynd: Sævar Helgason

Það var viðtal við fv. forsætisráðherra Geir H.Haarde á BBC,  rúmlega viku gamalt, og sýnt í sjónvarpinu í gær. Þjóðin er í sjokki eftir áhorfið.  Aldeilis tímabært að Geir afhenti keflið - helst hefði það átt að gerast í októberbyrjun 2008...

Sævar Helgason, 13.2.2009 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband