14.2.2009 | 18:26
Sumir geta selt, - sumir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því.
Sumir geta sett upp 2900 milljónir á húseignir sem þeir vilja selja. Aðrir geta aðeins sett einn hundraðasta af þessu á sínar eignir og þaðan af minna og geta svo jafnvel ekki selt.
Síðan eru þeir sem hafa ekkert að selja þótt þeir kannski vildu geta selt eitthvað. Það er hreint ekki eins slæmt og menn gætu haldið. Að minnsta kosti finnst mér það ekki eftir að hafa verið í þeirri stöðu undanfarin ár.
"Gætið að liljum vallarins...enginn getur aukið alin við hæð sína með áhyggjum..." var einhvern tíma sagt. Ég held að það sé hreint ekki svo slæmt að vera í félagsskap við "blómstrið eina sem upp vex af sléttri grund og verður síðan af skorið fljótt."
Athugasemdir
Ég held að þeir sem búa á Manhattan leigi yfirleitt íbúðirnar, sem þeir búa í, en eigi þær ekki sjálfir.
Í Svíþjóð er yfirleitt nóg framboð af leiguhúsnæði, þannig að þar er engin ástæða til að kaupa íbúðarhúsnæði. Hægt að velja þar um fjöldann allan af þriggja og fjögurra herbergja leiguíbúðum með eldavél, ísskáp, uppþvottavél, þurrkara og þvottavél fyrir um 70 þúsund íslenskar krónur á mánuði.
Og þannig á það að sjálfsögðu einnig að vera hérlendis.
Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur framboð af leiguhúsnæði aukist mikið undanfarna mánuði og leigan lækkað, enda tími til kominn.
Þar að auki er, og hefur lengi verið, beinlínis bjánalegt að kaupa hér einkabíla og heimilistæki á afborgunum.
Þorsteinn Briem, 14.2.2009 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.