16.2.2009 | 23:17
Turnarnir þrír.
Á sínum tíma var það takmark Samfylkingarinnar að breyta íslensku stjórnmálalandslagi að nýju í það að tveir turnar væru þar hæstir, líkt og Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn voru á síðustu öld allt fram til 1978.
Könnun Gallup ætti að vera marktækari en netkönnunin sem var gerð fyrir nokkrum dögum. Gallup er bæði á netinu og símanum, með sex sinnum stærra úrtaki og stendur yfir í tvær vikur.
Ef úrslit kosninga yrðu á þá lund sem Gallup sýnir nú gætu hverjir þeirra þriggja flokka sem eru stærstir myndað stjórn tveir. Stjórn Sjálfstæðisflokks og VG næði þó ekki meirihluta atkvæða og hlyti að teljast ólíklegt að VG verðlaunaði sjallana fyrir 18 ára siglingu þjóðarskútunnar inn á strandsstað.
Auk þess fær Sjálfstæðisflokkurinn yfirleitt minna fylgi í kosningum en í skoðanakönnunum.
Samfylkingin stærst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hamingjuóskir með að vera kominn í merkjanlega kosningabaráttu!
Nú þarf að leggjast á árar og fjórfalda töluna í það minnsta.
Árni Gunnarsson, 16.2.2009 kl. 23:59
Gvuðsi forði okkur frá Laissez-Faire stefnunni.
Ari (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 02:13
Þið fáið ekki nema 2.5%. Hvað veldur? Af hverju sé ég ekki meira frá Íslandshreyfingunni?
Villi Asgeirsson, 17.2.2009 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.