Þörf fyrir þjóðhöfðingja.

Ég hef orðið vitni að því hve margar mikilvægar dyr opnast fyrir þjóðhöfðingjum erlendis sem annars væru lokaðar og gæti sagt af því nokkrar sögur. Það breytir því hins vegar ekki að alveg kemur til greina að fækka tveimur æðstu embættum þjóðarinnar niður í eitt með því að sameina forsetaembættið embætti forsætisráðherra.

Úr því að aðeins eitt slíkt embætti þarf fyrir þúsund sinnum fjölmennari þjóð, Bandaríkjamenn, ætti það að vera hægt á Íslandi. Við erum smáþjóð sem getum notið góðs af því að hafa eitt embætti, sem nýtur réttinda þjóðhöfðingjans til jafns á við þjóðhöfðingja stórveldanna og eigum ekki að kasta því frá okkur. 


mbl.is Pétur Blöndal styður stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem vilja samt halda í forseta en vilja bara nýjan geta staðfest þann vilja sinn á facebook undir group "NÝJAN FORSETA"  eða á

http://www.facebook.com/p.php?i=1416879917&k=4YLUP4T5SVVM5AG1V15ZWT

Raskolnikof (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 21:17

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Suður hún með sjó,
með svína lítið bú,
nærri fékk þar nóg,
af Napóleón frú.

Þorsteinn Briem, 17.2.2009 kl. 21:22

3 Smámynd: Sigurður Rúnar Magnússon

Ég er sammála þér, en ég vil ekki sjá að við þurfum að upplifa stjórnsýsluviðrini, eins og Davíð Oddson eða Halldór Blöndal.  Endurreisum konungdæmið frá 1918.

Sigurður Rúnar Magnússon, 17.2.2009 kl. 21:26

4 identicon

Sammála þér Ómar og í kaupæti fengjum við það að vera ekki aðhlátursefni innan lands og utan sem er þó nokkuð hjá niðurbrotinni þjóð.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband