Athyglisverðar tölur: 3 af 7, 3 af 6 og 4 af 30.

Á ráðstefnu í dag um áhrif kvenna í stjórnmálum var það nefnt að við síðustu kosningar hefðu aðeins verið sjö konur í efstu sætunum framboðslistanna á móti 29 körlum.

Íslandshreyfingin - lifandi land, getur ekki tekið til sín ábyrgð á þessu. Í 3 kjördæmum af 6 voru konur í efstu sætum hjá okkur og jafnræðið var víðtækara en þetta, - konurnar voru í efstu sætum jafnt á suðvesturhorninu og á norðanverðu landinu og listarnir voru fléttulistar niður úr með fullkomnu jafnræði kynjanna á alla lund. 

Í Norðvesturkjördæmi var Íslandshreyfingin eini flokkurinn sem bauð upp á konu í efsta sæti en niðurstaðan varð sú að allir 9 þingmennirnir urðu karlar. 

Af 30 efstu sætunum hjá hinum flokkunum voru aðeins 4 konur í efstu sætum. Í stefnuskrá okkar og málflutningi lögðum við mikla áherslu á jafnréttis-, mannréttinda- og lýðræðismál.

En önnur málefni áttu meira hug þáttastjórnenda og fulltrúa í umræðuþáttum, - þau virtust einfaldlega ekki vera "in" og alla kosningabaráttuna máttum við hafa okkur öll við að koma í veg fyrir að virkjana- og stóriðjumálunum yrði útrýmt úr umræðunum.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Laglegur er minn listi,
Lovísu eitt sinn kyssti,
Margréti þó ég missti,
og Málfríði setti í frysti.

Þorsteinn Briem, 22.2.2009 kl. 19:11

2 Smámynd: TARA

Talnaspekingur með meiru

TARA, 23.2.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband