Kreppa og ófriður eru systkin.

Kreppa og ófriður fara oft saman. Þá hriktir í og reynir á þolrif. Sturlungaöldin á Íslandi var gott dæmi um þetta. Landgæðum hnignaði. Fyrstu aldir Íslandsbyggðar hafði ríkt gróðæri sem byggðist á hlýskeiði og ofnýtingu skóglendis en það var á enda og ennfremur fór kólnandi.

Óvíst er að seinni heimsstyrjöldin hefði skollið á ef gróðærið (the roaring twenties) hefði haldið áfram. Locarno-samningarnir byggðust á batnandi hag og auðveldari sátt á milli þjóða. Kreppan og afeiðingar hennar í Þýskalandi varð lyftistöng fyrir óánægjuafl eins og nasista sem kenndu Versalasamningunum og hinu gyðinglega fjármálaveldi um allt illt.

Mikill órói var í stjórnmálum hér á landi í kreppunni og síðan aftur þegar þrengdi að 1948 eftir gróðæri sem byggst hafði á eyðslu gjaldeyrisinnistæðna í Bretlandi sem voru uppurnar í árslok 1947.

Japanir töldu sig tilneydda til að fara í stríð vegna þess að að þeim var þrengt varðandi auðlindir af nýlenduveldunum og Bandaríkjamönnum. Þeir upplifðu auðlindakreppu.

Illindi milli stærstu ríkja Evrópu núna ættu því ekki að koma á óvart.


mbl.is Gjá á milli stærstu ESB-ríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Já stríð er alltof oft eftirköst kreppu. Hætt er við að Íslendingum verði kent um hrunið í Bretlandi svo við erum ekki óhult.

Offari, 23.2.2009 kl. 01:54

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mun stærri gjá getur verið á milli héraða innan sama lands en á milli tveggja ríkja, því hagsmunir héraðanna, eða landsvæðanna, geta verið mjög ólíkir, til dæmis Suður- og Norður-Ítalíu.

Evrópusambandið
: "Héraðanefndin er ráðgefandi stofnun, sem sett var á fót með sambandssáttmálanum. Henni er ætlað að gefa héruðum og sveitarfélögum meiri áhrif á setningu löggjafar Evrópusambandsins og nú er lögbundið að leita skuli álits hennar á nokkrum sviðum löggjafarstarfsins."


26.08.2005: "M.a. hefur fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga verið í Brussel undanfarið hálft ár, með aðsetur í sendiráðinu, og mér skilst að áhugi sé fyrir því að það fyrirkomulag verði til frambúðar. Önnur Norðurlönd og mörg fleiri lönd reyndar starfrækja skrifstofur fyrir fulltrúa sveitarfélaganna í Brussel og það er talið hafa reynst vel."

Þorsteinn Briem, 23.2.2009 kl. 02:12

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Kreppa þarf ekki að leiða til ófriðar. Hún veldur hins vegar alltaf óróleika og breytingum. Það er hins vegar óréttlætið, sem veldur átökum. Þar sem er óréttlæti, þar er ófriður.

Sigurbjörn Sveinsson, 23.2.2009 kl. 10:15

4 Smámynd: Offari

Ég ætla að leyfa mér að skjót hér inn póst sem ég sá á öðru vefsvæði um hvernig Nostradamus spáði.

Ráðamenn og stjórnendur framleiða
eftirlíkingar og fræðimenn gera
áætlanir sem eru gjörsneyddar ráðvísi.
Gnægtahornið verður fyrir barðinu
á þeim og ofbeldi kemur í stað friðar.
Spádómarnir munu rætast.

Þau munu kvarta undan eignamissi
og barma sér yfir því að hafa kosið
[ráðamenn] sem gera mistök æ ofan í æ.
Fáir vilja fylgja þeim lengur að málum
né láta síbylju þeirra draga sig á tálar.

Táknmynd gulls og silfurs verður fórnarlamb
verðbólgu. Þegar velmegun líður
undir lok verður henni kastað í eldinn
í bræði, uppurinni og truflaðri vegna
ríkisskulda. Verðbréfin verða að engu.

Mikil lánsviðskipti og gnótt gulls og silfurs
afvegaleiða þá sem þyrstir í upphefð.
Misgjörðir hinna ágjörnu koma í ljós
og verða þeim til stórfelldrar skammar.

Musterin, þar sem Vesturlandabúar geyma
fjársjóði sína á leyndum stöðum, verða brotin
upp af hungruðum [lýðnum] sem endurheimtir
auðæfin og vinnur ótrúleg spellvirki.
Meðal þeirra verða hræðilegar óspektir.

Yfirvöld verða fyrirlitin vegna
gengisfellingar og fólk gerir uppreisn
gegn valdhöfunum. Friður verður boðaður,
helgispjöll framin. Aldrei hefur
París verið í jafnsárri óreiðu.

..svo heldur þetta áfram og áfram, fram í þriðju heimsstyrjöldina. Þessu var spáð af Nostradamusi fyrir tæpum 500 árum.

Ekki finnst mér ólíklegt að við séum komnir að þessum tímapunkt. Við fengum kreppuna fyrstir og verðum því að vera fyrstir að leysa hana. Áríðandi er að það takist friðsamlega svo aðrar þjóðir sjái að hægt er að gera þetta friðsamlega þannig að allir njóti góðs að.

Offari, 23.2.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband