Ég skammast mín ekki fyrir nafnið "Þjóðahátíð."

Ég er kannski einn af þeim sem hefði helst átt skilið af hálfu óhróðursmanna að fá miða á bílrúðu hjá mér ef ég hefði komið á fjölmenningarkvöldið á Sauðárkróki . Í augum óhróðursmanna er ég kannski aðili að "þjóðarmorði" á Íslendingum fyrir það að hafa fundið nafnið "Þjóðahátíð" á fyrstu samkomuna af því tagi, sem haldin var fyrir vestan.

Þær samkomur hafa gert hvern þann mann betri sem hefur verið þeirrar ánægju aðnjótandi að koma á þær og ekki hefur verið hægt annað en að hrífast af því sem þar hefur verið sýnt og flutt og komið þægilega á óvart.

Ég skammast mín því ekki fyrir þetta heiti en kannski er nafnið Þjóðahátíð í hugum óhróðursmanna glæpsamlega líkt orðinu þjóðhátíð sem við höfum notað allt frá árinu 1874. Hver veit hvað þessum kynþáttahöturum getur dottið í hug?

Maður er eiginlega kjaftstopp yfir orðanotkun óhróðursmannanna. Að þeir skuli dirfast að nota orðið þjóðarmorð er slíkur umsnúningur, misnotkun og gróf móðgun við milljónirnar sem hafa verið drepnar í raunverulegum þjóðarmorðum í heiminum, að það er ömurlegt að hugsa til þeirrar firringar, fávisku og óskammfeilni sem felst í svona orðanotkun.

Að mínum dómi væri ekki hægt að réttlæta þetta uppátæki með því að það hafi átt að vera hrekkur eða grín. Það eru takmörk fyrir öllu og þetta fór langt út fyrir öll takmörk.


mbl.is Óhróður settur á bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ljótt er að heyra ef nú á að níðast á þeim sem hjálpuðu okkar að halda góðærinu á floti. Ef við hefðum ekki fengi erlent vinnuafl meðan uppbyggingina var er hætt við að mörg fyrirtæki hefðu stöðvast vegna manneklu. Markaður fyrir unnin fisk hefði þá líklega dregist saman.

Svona á ekki að koma fram við þá sem björguðu mörgum fyrirtækjum frá því að lenda í vinnuaflskreppu. Það á að þakka þeim fyrir sitt framlag.

Offari, 23.2.2009 kl. 16:51

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér hafa þúsundir Pólverja unnið í fiskvinnslunni árum saman og skapað þannig gríðarleg útflutningsverðmæti en það er ekki nógu gott fyrir Íslendingana í sjávarþorpum landsins, til dæmis á Húsavík.

Þar hafa margir útlendingar unnið í fiskvinnslunni undanfarin ár og fyrir ári voru yfir 20% af félagsmönnum verkalýðsfélagsins á Húsavík útlendingar.

Og nú lána Pólverjar okkur stórfé, þar sem okkur skortir gjaldeyri í stórum stíl vegna fáráðlingsháttar Íslendinga en ekki útlendinga.

Það á að setja þennan Íslendingaskríl í gapastokk á Austurvelli, þannig að ber afturendinn snúi að Jóni Sigurðssyni.

Þorsteinn Briem, 23.2.2009 kl. 17:17

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Alltaf sama gullfiskaminnið.  Vestfirðingar vita betur en við stórborgarhyskið að í áratugi hafa Ástralir og S-Afrískir með sínu vinnuframlagi haldið uppi fiskvinnslunni á vestfjörðum.  

Ég man ekki til þess að nokkur íslendingur hafi amast við þeim. Mér þykir það eiginlega bara ljótt þegar fólk er að rugla þessu ágæta fólki saman við hið villta/frjálsa EES flæði.

Kolbrún Hilmars, 23.2.2009 kl. 19:09

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jú jú, um 500 útlendingar vinna í fiskvinnslunni á Vestfjörðum.

Geti útlendingar unnið hér í fiski geta Íslendingar það einnig.

Fiskvinnslufyrirtæki eru verksmiðjur, þar sem verkafólk, iðnaðarmenn og háskólamenntaðir starfa, rétt eins og í álverum.

Þorsteinn Briem, 23.2.2009 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband