24.2.2009 | 19:07
Bolludagur hér um árið - sprengidagur núna.
"Bolludagsmál" Davíðs Oddssonar og Hreins Loftssonar hér um árið gerði allt vitlaust. Kastljósviðtal við hann í október byrjun síðastliðið haust er afdrifaríkasta viðtal allra tíma í íslenskum fjölmiðlum. Skyldi hann geta haldið áfram að færast í aukana í kvöld og toppa þetta !
Athugasemdir
Eitthvað virðist púðrið hafa blotnað í millitíðinni. Mest endurtekið efni, aðallega óbeinar árásir á Geir H. Haarde fyrir að hafa ekki brugðist við ítrekuðum viðvörunum. Hann er sjálfur farinn að spinna spunann um sjálfan sig og vitna í ónefnda heimildamenn um eigin heiðarleika og traust.
"Eini maðurinn sem er treystandi".
Og svo á að fara svona illa með mig.
Toppar kannski pistil formanns Frjálshyggjufélagsins á íslenska FoxNews (AMX).
Arnar (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.