Skapari Frankensteins varaði við honum.

Skapari Frankensteins ætlaði að skapa hinn fullkomna mann. Davíð Oddsson ætlaði að skapa hið fullkomna þjóðfélag stjórnlítillar græðgi og gagnrýnislausrar markaðstrúar. Thatcher, Reagan og Hannes Hólmsteinn voru spámennirnir miklu. Þorgerður Katrín sagði nýlega í viðtali að ef hún mætti vera ein á eyðieyju myndi hún geta hugsað sér að eiga þar samræður við Thatcher. Vaá !

Davíð talaði í orði um að dreifða eignaraðild að einkavæddum bönkum en á borði var bönkunum skipt upp á milli skjólstæðinga stjórnarflokkanna. Allt sem Davíð hefur gert er löglegt, líka einræðislegir stjórnarhættir hans, siðlaus eftirlaunalög sniðin að sérþörfum hans og hótanir sem byggjast á því að "hafa eitthvað á menn."

Þrjú orð hans, "við borgum ekki" voru einhver afleitustu og dýrustu mistök Íslandssögunnar.

Davíð og Geir trúðu á Thatcher, Reagan og Bush og vildu taka þau sér til fyrirmyndar. Það er því til lítils að kenna gjaldþroti hinnar villtu græðgisstefnu þessa þríeykis erlendis um ófarirnar hér.

Ófarirnar urðu auðvitað verri hér en annars staðar af því að hér var farið hraðast með himinskautum og ríkisstjórn og Seðlabanki héldu uppi of háu gengi sem kallaði á ofneyslu og hrikalega skuldasöfnun, ekki hvað síst hjá sjávarútveginum sem blæddi fyrir hágengisstefnuna og hélt sér á floti með lánum.

Þegar skepnan reis síðan gegn skapara sínum og Davíð horfði á aðfarir Frankensteins hinna íslensku sjálftöku- og oftökustjórnmála, fór hann að vara við honum, rétt eins og gerðíst í sögunni um hinn skelfilega skapnað á sinni tíð.

Davíð varaði hins vegar helst við Frankenstein í trúnaðarsamtölum sem hann hefur nú dregið upp úr pússi sínu en lætur vera að greina frá þeim fjölmiðlasamkomum þar sem hann neyddist til að rugga ekki bátnum um of opinberlega, heldur tala um að bankakerfið væri traust og sterkt, þótt ýmsar blikur væri á lofti.

Síðan ásakar hann fjölmiðlamenn nú um að hafa trúað þessu marklausa hjali sínu.

Davíð vitnaði margsinnis í kvöld í orð ónafngreinds fólks sem hefði sagt honum að hann væri eini maðurinn sem hægt væri að treysta. Mannkynssagan greinir frá ýmsum mönnum sem litu þannig á sjálfan sig, nánast goðum líka, og kunni það oft ekki góðri lukku að stýra.


mbl.is Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Feigðar var það flan,
að fylgja þar Reagan,
það gæsalappalaust,
láðist Hannesi í haust.

Þorsteinn Briem, 24.2.2009 kl. 21:43

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Nákvæmlega.... Ómar!

ég tek eftir að seðlabankastjóri vill ekkert muna forsætisráðherratíð sína...sem var löng?...stoltur?...hann setti þessar “reglur ” seðlabankans sjálfur (og lagði niður þjóðhagsstofnun).

Er allavega að hugsa um “Sauruman” í Hringadróttinssögu núna og bara veit (18 ára reynsla ) að mjög margir Íslendingar halda að “þetta sé” hálmstráið?

...so help me God!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.2.2009 kl. 21:46

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Enginn stjórnmálamaður hefur haft jafnmikil áhrif undanfarin ár á íslenskt þjóðlíf en Davíð Oddsson bæði til góðs og ills.

En Davíð er háll sem áll. Sennilega eru ekki margir sem hafa haft kenningar Macchiavellis jafn vel í huga og fyrirmynd sem Davíð.

Hann er með slóttugri stjórnmálamönnum og beitir öllum tiltækum ráðum til að koma sér úr þeirri klípu sem hann hefur komið sjálfum sér í.

„Með ofháum stýrivöxtum voru lífskjörin fölsuð“ sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur á prýðisgóðri ráðstefnu um kreppuna á vegum Kjalarnesprófastsdæmis fyrr í mánuðinum í Norræna húsinu. Nú hafa stýrivextirnir háu snúist upp í andhverfu sína.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 24.2.2009 kl. 21:59

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú ert óvæginn í orðum þínum Ómar. Ertu á leið í framboð aftur?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.2.2009 kl. 21:59

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Davíð:  "Þetta er nú afskaplega almennt orðað hjá þér Sigmar, að segja að sumir telja og sumir gagnrýna, ..

(Sigmar telur upp fullt af nöfnum)

Davíð:  "þú dembir á mig alls konar fullyrðingum og nöfnum"

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.2.2009 kl. 22:25

6 Smámynd: Þór Jóhannesson

Nákvæmlega Jóhanna - þessi sandkassaleikur var ótrúlegur. Merkilegt að hér sé fólk sem fullum hálsi segir Davíð hafa komið frábærlega út úr þessu viðtali! Maðurinn var úti á túni allann tímann!

Þór Jóhannesson, 24.2.2009 kl. 22:47

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Allt sem fyrrum forsætisráðherra segir og gerir og núverandi seðlabankastjóri...er beint frá guði!

Er svo hissa að nokkrir (örfáir) íslendingar hafi ekki enn áttað sig á þessum STAÐREYNDUM!???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.2.2009 kl. 23:12

8 Smámynd: TARA

Að treysta á Davíð er eins og að halla sér upp að vegg sem er að falli kominn !!

TARA, 24.2.2009 kl. 23:24

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Óvæginn í orðum". Er hægt að nota einhver máttlaus orð um fjármálaófreskjuna sem braut allt,

bramlaði og kveikti í öllu ?

Ómar Ragnarsson, 24.2.2009 kl. 23:24

10 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Hér er hvergi of sterkum litum málað Ómar.    Mér fannst ég vera að horfa á lokaþáttinn í hroðalegum harmleik; Leikriti    - - þar sem ofbeldismaðuinn veit sig sigraðan og senn á brottu leiddan, en hann skilur enn ekki af hverju og sér enga sök hjá sér sjálfum.    Endalokunum mætir hann fullur af harmi og ekki síður undrun á því af hverju allir hafi að lokum snúist gegn honum . . . . .  og séu jafnvel leiðinlegir við konuna hans og heimili . . . .

Ekki get ég fyllst af sorg - en er miklu meira reiður fyrir hönd allrar framtíðarinnar sem verður nú ekki nærri því eins björt og full af tækifærum eins og hún hefði átt að verða . . . .

Hvar fást "makleg málagjöld"....?

Benedikt Sigurðarson, 24.2.2009 kl. 23:36

11 identicon

Davíð Oddsson svífur um sem syndlaus, saklaus engill sem "varaði við hættunni"

Kristur var krossfestur, píndur og grafinn til að bæta fyrir syndir mannanna.

Þjóðin deyr píslavættisdauða til að bæta fyrir syndir Davíðs Oddssonar!


http://www.prlog.org/10005163-the-man-who-claims-to-be-jesus.html

Jón (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 23:37

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvað snertir heimili og ástvini Davíðs finnst mér of langt gengið að ráðast gegn friðhelgi heimilisins, jafnvel þótt slíkt sé gert utan dyra. Ég vil ekki eiga heima í landi þar sem slíkt er talið réttlætanlegt og hélt satt að segja að ég myndi ekki upplifa að þjóðfélag okkar breyttist á þennan veg.

Eiginkona Davíðs, Ástríður Thorarensen er ein ljúfasta og besta kona sem ég hef kynnst og ég segi bara eins og er að mér finnst ljótt að láta reiði bitna á henni, saklausri manneskju.

Í lagi finnst mér að berja bumbur utan við Seðlabanka og Alþingishús en ekki að ráðast á þessar byggingar. Í stjórnarskrá stendur að Alþingi sé friðheilagt og það á að virða til jafns við friðhelgi Þingvalla.

Það er til nóg af öðrum góðum mótmælaaðferðum á réttum stöðum og stundum.

Ómar Ragnarsson, 25.2.2009 kl. 00:15

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Tek undir þennan síðasta punkt hjá þér Ómar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.2.2009 kl. 00:55

14 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Ómar hafðu þökk fyrir þennan hreinskilna pistil og orð í tíma töluð.

Ég sagði oft þegar fjölmiðlamálið tröllreið hér öllu - að það væri bókstaflega hættulegt það hjarðeðli sem byggi í sjálfstæðismönnum - það virtist vera alveg sama hvað hann sagði og gerði þeir beygðu sig allir fyrir því.  Um það leyti kom í ljós að Davíð Oddson átti við veikindi að stríða og þar með krabbamein í skjaldkirtli.  Það vill þannig til að veikur skjaldkirtill fer alltaf illa með geðbrigði fólks og jafnvel geðheilsu.

Það skelfdi mig þá hversu langt það fólk var tilbúið að ganga til þess að fylgja foringjanum.

Í kvöld horfði maður upp á aumkunarverðan mann - á síðustu metrunum á ferli sínum, sem ,,sjálfkjörnum landsföður".

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 25.2.2009 kl. 02:07

15 Smámynd: Hlédís

Ber sjálfsagt í bakkafullan lækinn - en þetta hér væri skondið væri það ekki grátlegt:

http://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw

Hlédís, 25.2.2009 kl. 09:39

16 identicon

Það er örugglega ljóst að kona Davíðs er fórnarlamb í þessu máli, en ég hef miklu meiri áhyggjur af því að þessa dagana er verið að ryðjast inn á heimili fólks af lögfræðingum og fleirum til að bjóða upp heimili eiginkvenna og barna sem ekkert hafa gert af sér annað en að búa í þessu guðsvolaða landi og það allt vegna aðgerða eða aðgerðaleysis manna eins og Davíðs ofl, frúin hans Davíðs þarf örugglega ekki að líða skort eins og mikið af þessu fólki. Hjákátlegt einnig að hlusta á Davíð segja að enginn sé að hugsa um fólkið sem er í þessum aðstæðum eða að tala í það kjark, ekki hef ég séð hann gera það á sínum Forsætisráðherra ferli , einungis mylja undir einhverja gæðinga úr flokknum, skömm sé honum og hans líkum

Jón Á Benediktsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband