Guð láti á gott vita.

Efnahagshrunið hefur valdið umróti í stjórnmálaflokkunum. Nú virðist loks örla á viðleitni innan Sjálfstæðisflokksins að taka ýmislegt til skoðunar þar sem áður hefði ekki verið talin ástæða til að velta við steinum.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf hins vegar lengri tíma á varamannabekknum en þrjá mánuði til þess að geta komið aftur inn á og spilað af styrk flokks og fjöldahreyfingar, sem hafði kjörorðið: "Gjör rétt, þol ei órétt!", - kjörorð sem hefur ekki heyrst þar á bæ í áratugi.

Ég á mér þann draum að sá tími komi innan nokkurra ára endurhæfingar og endurreisnar flokksins að ekki þurfi að skrifa blaðagreinar til að kvarta yfir spillingu, forsjárhyggju og afskiptasemi hjá flokki sem á að vera brjóstvörn, frelsis, mannréttinda og heilbrigðs framtaks.

Ef andi endurhæfingar er að vakna innan flokksins segi ég bara: Guð láti á gott vita.


mbl.is Gæti talist mútuþægni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Eins og Birgir bendir á í viðtalinu þurfa menn í ábyrgðarstöðum eins og embættismenn í stjórnarráðinu og aðstoðarmenn ráðherra, að hugsa vel sinn gang þegar kemur að þátttöku í atvinnurekstri eða fjármálaumsvifum. Allar þeirra aðgerðir eru undir smásjá og ef þeir hagnast þá er viðbúið að menn fyllist tortryggni.

Nú vil ég ekki fullyrða neitt um fjármálaumsvif forystumanna Sjálfstæðisflokksins, en ég tel þó nokkuð víst að Davíð Oddsson verði seint bendlaður við skuggalegar manipúleringar með peninga. Mér er nær að halda að sums staðar hafi jafnvel verið hlegið að honum þegar hann tók alla peningana sína út úr Búnaðarbankanum um árið, heilar fjögur hundruð þúsund krónur! Var það ekki um árið þegar ónefndur íslenskur athafnamaður stofnaði góðgerðasjóð með framlagi upp á einn milljarð króna?

Þrátt fyrir Bermúdaskál og reiðilestra yfir geðlitlum samstarfsmönnum, þá stendur minn maður undir mottóinu: Gjör rétt - þol ei órétt

Flosi Kristjánsson, 25.2.2009 kl. 16:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mogginn loks kominn í mútur,
og mikill er Sjálfstæðisgrútur,
en gamall er sá Gordíonshnútur,
og glámskyggn er baggalútur.

Þorsteinn Briem, 25.2.2009 kl. 16:32

3 identicon

Tiltekt er það sem þarf.

Setja þak á það hversu lengi menn geta setið á þingi (t.d. 12 ár) og líka hversu lengi menn geti gengt ráðherra-embættum (t.d. 8 ár).

Þar með væri komin á sjálfvirk skíthreinsunarvél á vort sundurspillta alþingi.

Ísland eitt kjördæmi!

Opna lista í kostningum (menn og málefni)

Erlenda óháða aðila í Seðlabankann.

Ef að flokkakerfi heldur áfram að fylgi sé bundið flokknum en ekki að menn geti selt sig fyrir bitlinga.

Áheit og rukkun eftir því á kosningaloforðum. Þ.e.a.s. að menn settu t.d. prósentutölu á hvað hópamyndu þeirra hagsmuna ætluðu að ná í gegn og ef það næði ekki 50% væru menn sjálfkrafa útilokaðir frá næstu kostningum. Ekki bara það að lofa og lofa og standa ekki við neitt (líkt og blá-menn [Daó-ismar] D-lista).

 Til að endurreysn sé möguleg þarf að taka til fyrst.

Ekki svo ósvipað því að moka verður út úr sauðahúsum ef það á að setja rollur inn að hausti.

Ekki eins og hér hefur verið gert um áratuga skeið , sem er að hræra aðeins upp í skítnum og hella honum í nýjar umbúðir.

Óskar (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 17:22

4 Smámynd: TARA

Vertu viss Ómar, réttlætið nær fram að ganga áður en langt um líður...

TARA, 25.2.2009 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband