Aftur 1771 ?

Síðast þegar Norðmaður var settur í forsvar fyrir mikilsverðum íslenskum málum var 1771 þegar Kristján 7 skipaði Norðmann formann í svonefndri Landsnefnd sem fékk víðtækt umboð til að koma á nauðsynlegum umbótum á Íslandi. Þá fækkaði fólki í landinu á sama tíma og fjölgaði stórum á öllum hinum Norðurlöndunum.

Góður vilji Danakonungs og Norðmannsins kom fyrir lítið. Hin innlenda valdastétt þeirra tíma var í meirihluta í Landsnefndinni og í samstarfi við sína líka í Kaupmannahöfn kom hinn íslenski aðall í veg fyrir umbætur sem hefðu getað hraðað jákvæðri atvinnuþróun hér á landi og uppbyggingu þéttbýlis í stað þess að á því varð töf í hátt í eina öld.

Vonandi mun hinn nýi seðlabankastjóri duga okkur vel þann tíma sem hann tekur hér til hendi. Vonandi endurtekur sagan frá 1771 sig ekki.


mbl.is Nýr seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Maður kemur í manns stað.

Geir Haarde
er líka Norðmaður.

Briemsættin (Davíð Oddsson) og Engeyjarættin (Halldór Blöndal formaður bankaráðs) reknar úr Seðlabankanum.

Skríllinn hefur tekið völdin.

Krisland 1.5. You can download the upgrade here.

Þorsteinn Briem, 27.2.2009 kl. 15:21

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Lítið leggst nú fyrir þig Ómar að ganga í björg Samfylkingarinnar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og "Fagra Ísland" hefur staðið heldur betur á efndunum og ekki útlit fyrir að það sé að breytast. Ég hef ekki alltaf verið sammála Íslandshreyfingunni en tel þó að græningjar á Íslandi eigi að sameinast í einum flokki en ekki blanda öllu saman í einn graut eins og VG og Samfó gera.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 27.2.2009 kl. 15:34

3 identicon

já mér finnst þetta einmitt nokkuð skrýtið þar sem Ómar hefur oft gagnrýnt Samfó harkalega f. Fagra Ísland

Ari (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 15:47

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þetta er gæfuspor Ómar að ganga í Samfylkingu og hafðu þökk fyrir - ég veit að margir kjósendur Íslandhreyfingar frá síðast eru mjög ánægðir með þetta - en þú verður þá að fá öruggt sæti inn á þing núna enda varstu í raun réttkjörinn þangað síðast, ef ekki hefðu verið hér óréttlát kosningarlög.

Þór Jóhannesson, 27.2.2009 kl. 16:32

5 identicon

Mér finnst, Ómar, að þú skuldir okkur kjósendum Lifandi Lands útskýringar. Tel nokkuð víst að Þór hafi rangt fyrir sér. Mér finnst skrítið að ganga til liðs við flokk sem gerði sér upp "þikjustu"stefnuna "fagra Ísland" til höfuðs Íslandshreyfingunni.

Ef þið tölduð ykkur þurfa að ganga til liðs við aðra, hversvegna þá ekki hinu nýju Borgarahreyfingu?

sigurvin (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 17:01

6 Smámynd: GunniS

sælir, langaði að koma með smá komment, eða ég hef tekið eftir að þú ert mjög á móti virkjunum, og villt meina að þær séu umhverfisspillandi, en mig langaði að minna á að til eru til dæmis, vindmyllur - ísland  er mjög vindasamt og vindmyllur gætu gefið mikið af raforku, hreinni raforku. þetta gæti lika verið snilldar lausn fyrir bændur að fá að setja upp vindmyllu - en að ég held þá er þessi hugmynd í gíslingu raforkuveita, þori samt ekki að fullyrða um það því ég hef ekki kynnt mér það nýlega.

svo er ein hugmynd sem minnir á vísindaskáldssögu en hún er þannig að það er hægt að virkja ölduganginn við strendur landssins, þá heyrði ég rætt í útvarpsþætti um mögulegar orku uppsprettur. 

svo er líka eitt, sem er mjög mikilvægt, og það er að tryggja atvinnu í landi og að hér sé einhver iðnaður, sérstaklega í dag þegar atvinnuleysið logar eins og eldur sem bensin hefur verið skvett á. og nærri 16.000 manns án vinnu i landinu í dag, það sér það hver hugsandi maður að þetta gengur ekki.

GunniS, 27.2.2009 kl. 17:02

7 Smámynd: Þór Jóhannesson

Flott hjá Íslandshreyfingunni. Ég veit það frá fyrstu hendi (þó nafnlaus Sigurvin haldi öður fram) að mjög margir kjósendur Íslandshreyfingarinnar voru verulega vonsviknir eftir síðustu kosningar (enda kusu ég og mjög mikið af mínu skyldfólki Ómar síðast þó við séum langt frá hægri) þegar óréttlát kosningalög komu í veg fyrir að flokkurinn fengi þá tvo þingmenn sem hann hafði kjörfylgi til að fá - og auðvitað græddi Sjálfstæðisflokkurinn mest á því. Það fór verulega fyrir brjóstið á mörgum.

Með þessu tryggir Ómar að fólkið sem kýs hann stuður ekki Sjálfstæðisflokkin á nokkurn hátt eins og síðast.

Vonandi fer Ómar á þing fyrir Samfylkinguna því ég veit að hann munn leggjast á árarnar með að gera kosningarlögin sanngjörn og lýðræðisleg.

Ómar er flottur og með þessu verður líklegra og líklegra að ég muni kjósa Samfylkingu í kosningunum - sjáum fyrst hvort Ingibjörg fer ekki og Björgvin G. líka.

Ómar Ragnarsson er líka þeim fágætu kostum gæddur að hugsa lengra en 2 til 5 ár fram í tímann og þótt ótrúlegt megi virðast að þá er það nánast einstakt hjá pólitíkusum nútímans. Hann á eina flottustu setningu sem ég heyrt nokkurn náttúruverndarsinna segja, "við verðum að skilja að náttúran er ekki eitthvað sem við fengum í arf frá forfeðrum okkar, heldur arfur banananna okkar um ókomna framtíð."

En til hamingju Íslandshreyfing og Samfylking með þetta samstarf - Ómar á þing.

Þór Jóhannesson, 27.2.2009 kl. 17:10

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt er það að ég hef gagnrýnt bæði Samfylkingu og VG fyrir undanslátt í virkjanamálum einkum fyrir að standa ekki við fögur loforð 2007.

Ástæðan fyrir þessari undanlátssemi var og er vaflítið sú að stóriðjuflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn með Samfylkingunni og Framsóknarflokkurinn sem viss aðili að núverandi stjórnarsamstarfi, hafa getað gert virkjana- og stóriðjumálin að skilyrði.

Ef hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsóknarflokkur hafa úrslitaáhrif á stjórnarstefnuna eftir kosningar aukast líkur á því að Samfylking og VG geti staðið að breyttri umhverfisstefnu. 

Þess vegna er höfuðatriði að gefa Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki frí næsta kjörtímabil til almennilegrar endurhæfingar og koma í veg fyrir að þeir geti sett úrslitakosti í umhverfismálum. 

Þetta eru stóru línurnar nú.

Hvað sjálfan mig varðar hefur hugsjónin sama vægi og fyrr. Ég er nú byrjaður á sex heimildarmyndum um umhverfismál og íslenska náttúru sem allar eru stopp vegna þess að öll orkan hefur farið í stjórnmálavafstrið. 

Ég spyr sjálfan mig aðeins einnar spurningar: Hvernig geri ég mest gagn fyrir málefnið?

Framboðið 2007 gerði gagn, tók fylgi frá stjórnarflokkunum, stjórnin vék, við höfðum áhrif og komum í veg fyrir að umhverfisumræðan félli niður.

Núna er 5% þröskuldurinn enn verri en 2007, 3-5 smærri framboð á ferðinni inni á miðjunni, og ekki hægt að taka þá áhættu sem felst í því að komast ekki yfir þennan ósanngjarna þröskuld. Það er ábyrgðarhluti að gera ógagn. 

Ég get ekki lengur vikist undan því að sinna kvikmyndagerðinni því enginn annar vill fórna sér í slíkt. Ég er í henni af því að ég trúi því að hún geri gagn, meira gagn en að eyða næstu mánuðum í alla þá vinnu sem framboð mitt persónulega krefðist og myndi koma á óbætanlegan hátt niður á hinni bráðnauðsynlegu kvikmyndagerð. 

Ég verð auk þess að vinna fyrir mér eins og annað fólk í stað þess að eyða ólaunaður allri orku minni í stjórnmálin og vanrækja flest annað.

Það, að ég stefni ekki að þingsetu er lagt mér til lasts og sagt: Aumur er hann og lítið lagðist fyrir kappann.

Ef ég stefndi að þingsetu yrði áreiðanlega sagt: Aumur er hann, lætur kaupa sig með vegtyllum.

Íslandshreyfingin heldur aðalfund eftir 2-3 vikur. Þar verður viljayfirlýsing stjórnarinnar til umfjöllunar. Meðan ég er formaður, bæði fyrir og eftir aðalfund, mun ég styðja við bakið á ákvörðunum míns fólks.  

Ómar Ragnarsson, 27.2.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband