Fyrstu skrefin.

Þegar ég fjallaði um stjórnlagaþing og breytingar á kosningalögum á borgarafundi í Iðnó fyrir tæpri viku sagði ég meðal annars eftirfarandi við alþingismennina, sem þar sátu fyrir svörum fyrir hönd stjórnmálaflokkanna:

"Fátt er jafn táknrænt fyrir íslensku stjórnarskrána og steinrunninn göndullinn sem stendur fram úr hönd styttunnar af Kristjáni 9 fyrir framan Stjórnarráðshúsið.

Frá stofnun lýðveldisins 1944 hafa alþingismenn haft 65 ár til að endurskoða þessa eftirlíkingu af dönsku stjórnarskránni frá árinu 1849.

Á 65 árum hafa íslenskir alþingismenn stofnað ótal stjórnarskrárnefndir sem flestar hafa engu áorkað um það að gefa þjóðinni nýja og lifandi stjórnarskrá sem miðuð er við kröfur nútímans.

Við íslenska alþingismenn vil ég því segja þetta:

í 65 ár hefur ykkur mistekist að vinna verk sem þið lofuðuð að vinna fyrir þjóðina en gerðu ekki.

Þið eruð fallnir á tíma !

Fyrir löngu !

Ykkar tími í þessum málum er liðinn !

Okkar tími, þjóðarinnar í landinu, er kominn til að ljúka við það sem ykkur mistókst !


mbl.is Frumvarp um stjórnarskrárbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í 65 ár hefur ykkur mistekist að vinna verk sem þið lofuðuð að vinna fyrir þjóðina en gerðuð ekki."

Ég gæti trúað að þeir séu allir komnir undir græna torfu, fyrst þeir lofuðu þessu fyrir 65 árum."

Þorsteinn Briem, 5.3.2009 kl. 00:25

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bara nokkuð vel að orði komist að vanda hjá þér Ómar.

Árni Gunnarsson, 5.3.2009 kl. 01:24

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er nokkuð vit í að breyta þessu þegar við erum þegar að verða lénskipulag aftur? Leyguþý erlendra Plútókrata. Þeir eru að leggja síðustu smiðshöggin á það svoan as we speak.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 01:37

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Semsagt að stjórnarskránni verði breytt við öll áföll sem dynja á þjóðinni, eða oft og reglulega eftir því hvernig vindar blása í stjórnmálum á landsvísu?

Stjórnarskrá USA er nær óbreytt þrátt fyrir að vera yfir 200 ára gömul. Bretar notast en við Magna Carta. 

Stjórnarskránni á ekki að breyta af léttvægni eða hvernig umræðan á blogginu er á hverjum tíma. þetta eiga að vera grunnreglur sem greiptar eru í stein. ekki stundarkorns blástur tilfinninga hjá fólki sem heldur að með því að vísa í stjórnarskrá breytinga þá geti það unnið sér inn tímabundnar vinsældir. 

Fannar frá Rifi, 5.3.2009 kl. 01:41

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er nú meira hvað þessi örsmáa og bjánalega þjóð getur rifist við sjálfa sig. Allir náskyldir hver öðrum.

Kristján níundi með steinrunninn göndulinn við Stjórnarráðið. Kóróna hans og merki á Alþingishúsinu.

Ísland á að taka aftur upp dönsku krónuna, verða hluti af Danmörku og fá einn þingmann á danska þinginu.

Og málið er dautt!

Þorsteinn Briem, 5.3.2009 kl. 03:09

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stjórnarskrá Bandaríkjanna var lygilega gott plagg, satt er það. Og aldeilis magnað hve stuttan tíma gerð hennar tók hjá mönnum sem höfðu ekkert í höndunum til samanburðar

Það setur þó ekki gæðastimpil á allar stjórnarskrár heimsins sem settar voru fram á 19. öldinni og eru margar, þeirra á meðal sú danska frá 1849, býsna ólíkar þeirri bandarísku.

Við erum eina þjóðin í okkar heimshluta sem heldur enn í svona plagg.

Danir sjálfir hafa endurunnið stjórnarskrá sína á sama tíma og við ríghöldum í úrelta steinrunna plaggið sem þáverandi kóngur vor "gaf" okkur 1874.

Ómar Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 12:18

7 identicon

Þú talar um steinrunninn "göndul".

Leitt að þú skyldir "innlima" flokk þinn inn í "steinrunnið"  fjórflokkakerfið.  

Hvað skeði eiginlega Ómar ?

Á þessum tímum, þegar við þurfum virkilega breytingar.

Íslensk stjórnmál eru gegnrotin af spillingu. Svo illa að venlulegu fólki ofbýður og sundlar. Þjóðinni blæðir að auki vegna þessa og hrópar á breytingar en allt of fáir þora. r eru menn og konur sem þora.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband