Afleiðing hágengisins.

Afleiðingar uppskrúfaðs gengis krónunnar koma nú æ betur í ljós. Sjávarútvegurinn átti enga möguleika á að þola hágengið árum saman nema að steypa sér í þvílíkar skuldir að nú stendur hann á barmi gjaldþrots.

Í síðasta Silfri Egils sást á enn einum línuritum hvernig innspýting lánsfjármagns vegna Kárahnjúkavirkjunar ásamt framkvæmdum sem samsvaraði 250 milljarða króna dælingu fjár inn í hið litla hagkerfi sem þá var hér, hratt af stað svikamyllu hágengisins sem blés upp sápukúlu gróðærisins. Þetta staðfestu sérfræðingar AGS þegar þeir komu hingað til lands fyrr í vetur.

Hágengið hrakti efnileg þekkingarfyrirtæki úr landi og þjóðin varð með því af milljarða króna tekjum. Hágengið varð til í tíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og hélst ekki nema í hálft ár eftir að Framsóknarflokkurinn fór úr stjórn.


mbl.is Alvarleg staða sjávarútvegs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, við Íslendingar munum lengi þurfa að súpa seyðið af stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Við skulum bara vona að þjóðin vakni núna og sendi Sjálfstæðisflokkinn í kalda sturtu eftir 18 ára valdníðslu!

Darri Edvardsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband