Draumurinn um hraðbrautina.

Ýmsa hefur dreymt um hraðbraut milli Egilsstaða og Reykjavíkur um Kárahnjúkastíflu. Þessa hugmynd má sjá í einum af skýrslunum um virkjunina þar sem stór flutningabíll sést bruna yfir stífluna áleiðis til Reykjavíkur.

Annars staðar í gögnum Landsvirkjunar má sjá hin mikla mannfjölda sem stíflan sogar til sín til að klifra utan í henni, þjóta á segbrettum við hana og tjalda allt í kringum hana. Stórkostlegur ferðamannastaður.

Öllu þessu hefur verið haldið á lofti sem rök fyrir þessari framkvæmd sem fæða muni af sér hraðbraut beint vestur sandana norðan Dyngjujökul og þaðan um Gæsavatnaleið upp í meira en 1100 metra hæð yfir sjó !

Svo sterkur er þessi draumur hjá mörgum, að þegar mikið leirfok var úr þurrum botni lónsins í fyrrasumar og birtar voru af því myndir í sjónvarpi, hringdi fólk í RUV og kvartaði yfir því að myndirnar hefðu verið falsaðar, því að rykmekkirnir kæmu frá bílum, sem þeystu um þetta vinsælasta og fjölfarnasta ferðamannasvæði Austurlands !

Verkfræðingur einn, sem vann í sambandi við virkjunina fræddi mig á því að Kárahnjúkur væri líkari haugi af frauði og ösku frekar en fjalli úr föstu bergi. Hrun úr honum væri því óviðráðanlegt og þetta væri sömuleiðis skýringin á því að reisa þyrfti nýja stíflu neðan við núverandi stíflu til að koma í veg fyrir að yfirfallsfossinn ylli usla í gljúfrinu og græfi undan þverhníptu berginu við stífluna.


mbl.is Varað við því að fara á ísinn á Hálslóni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg

Það væri nú fróðlegt að sjá hvernig þeir ætla að leysa það verkefni að setja veg um Gæsavatnaleið, en við vkulum vona að þeir láti gott heita og eyðileggi ekki meira af okkar stórbrotnu náttúru.

Sigurbjörg, 5.3.2009 kl. 14:59

2 Smámynd: Sigurbjörg

Það átti að sjálfsögðu að standa þarna hraðbraut í staðinn fyrir veg !

Sigurbjörg, 5.3.2009 kl. 15:01

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi "draumur" um veg til Reykjavíkur um Kárahnjúka hefur akdrei verið notaður sem rök fyrir virkjuninni Ómar, þó einhversstaðar megi finna orð um þann möguleika. Ef þú virkilega vilt vernda náttúruna gegn raski og að fólk hlusti á þig af alvöru, þá verðurðu að láta af svona bulli.

Þegar í ljós kom í fyrrasumar að leirfok var lítið sem ekkert, þvert ofaní spár andstæðinga framkvæmdarinnar, þá var það skýrt (m.a. af þér sjálfum) að veðurfar hefði verið óvenjulegt, svo ekkert væri að marka það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.3.2009 kl. 15:14

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ómar, þetta er bara brandari, er það ekki? Þetta getur ekki verið alvara. Svona vitlaus geta jafnvel hörðustu stóriðju - dyrkendur ekki verið.

Úrsúla Jünemann, 5.3.2009 kl. 15:14

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvað er málið eiginlega eru ekki flesti með einhverskonar drauma

Jón Snæbjörnsson, 5.3.2009 kl. 15:42

6 Smámynd: Gísli Gíslason

Er ekki málið að sætta sig við Kárahnjúkavirkjun !?  Hún stendur þarna næstu áratugina og framleiðir umhverfisvænt rafmagn m.a. fyrir Alcoa.    Þessar framkvæmdir hafa hleypt nýju lífi í fjórðunginn og hefur slíkt ekki gerst síðan skuttogaravæðingin átti sér stað eftir 1971.  Sem burtfluttur austfirðingur gleðst ég í hvert sinn sem ég fer austur og sé hina miklu uppbyggingu.  Mest er þó gleðin að sjá að það er kominn nýr þróttur í fólkið í fjórðungnum og fólki hefur fjölgað og í kjölfar framkvæmda var aftur farið að byggja íbúðarhúsnæði.  Vonandi gleðjast líka andstæðingar Káraknjukavirkjunar yfir þessari breytingu á fjórðungnum

Gísli Gíslason, 5.3.2009 kl. 18:14

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gísli Gíslason. Fólki fækkaði reyndar í sjö sveitarfélögum af níu á Austurlandi í fyrra, samkvæmt Hagstofunni og margar íbúðir standa tómar á Egilsstöðum.

Kárahnjúkavirkjun kostaði okkur Íslendinga um 150 milljarða króna, samkvæmt Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, og hún þarf nú að greiða 30-40 milljarða króna árlega í vexti af erlendum lánum.

Þar að auki olli bygging Kárahnjúkavirkjunar alltof háu gengi íslensku krónunnar, sem allir landsmenn, fyrirtæki og ríkissjóður eru enn að súpa seyðið af, þar á meðal sjávarútvegsfyrirtæki, ferðaþjónustan og þeir sem keyptu íbúðir á undanförnum árum. Og Jöklabréfin eru ennþá stórt vandamál fyrir alla Íslendinga.

En Kárahnjúkavirkjun er að sjálfsögðu minnisvarði um heimskuna.

Það er því von að þú brosir, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 5.3.2009 kl. 19:09

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"....margar íbúðir standa tómar á Egilsstöðum".

Allsstaðar þar sem eitthvert líf hefur verið í atvinnuuppbyggingu á landinu, ekki síst á Rvk.- svæðinu, standa íbúðir auðar, líka á Reyðarfirði, það var einfaldlega byggt of mikið.

Steini talar um 150 miljarða kostnað við Kárahnjúka og talar svo um 30-40 miljarða í vaxtakostnað Landsvirkjunar, en hann kýs að freista þess að villa fólki sýn með þessari framsetningu. Kunnugleg aðferð öfga-umhverfisverndarsinna. Annað sem blessaður maðurinn segir, er í samræmi við bull-áróður þessa veruleikafirrta fólks sem stjórnað hefur áróðursmaskínu V-grænna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.3.2009 kl. 19:34

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Th. Gunnarsson. Í fyrsta lagi er ég ekki umhverfisverndarsinni, hvað þá öfga-umhverfisverndarsinni, og í öðru lagi er ég ekki Vinstri grænn.

En Kárahnjúkavirkjun er að sjálfsögðu verðugur minnisvarði um þínar skoðanir, elsku kallinn minn.

Kostaði bara 150 milljarða króna. Minnisvarði um Stalín kostaði hins vegar bara vinnu hundrað kalla í Gúlaginu.

Þú getur því líka brosað út að eyrum, litli snúðurinn minn.

Þorsteinn Briem, 5.3.2009 kl. 19:59

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Leirfok var lítið sem ekkert" segir Gunnar. Þetta er ekki rétt. Ég dvaldi á virkjanasvæðinu í alls 23 daga síðastliðið sumar og tel mig geta fullyrt að þessi fullyrðing Gunnars er röng.

Ég nokkrar ferðir umhverfis lónið og þar var leirfok marga daga þótt vindurinn væri lítill.

Það var hins vegar svo að ég man ekki eftir jafn litlum vindi á svæðinu norðan Vatnajöls og síðastliðið sumar. Fok af Jökulsárflæðum norðan Dyngjujökuls var það langminnsta sem ég minnist.

Ómar Ragnarsson, 5.3.2009 kl. 20:42

11 identicon

Ég er fæddur á Héraði og man mörg sumur á Egilsstöðum sem ekki sást til sólar, hvað þá yfir í Fellabæ, vegna leirfoks. Síðasta sumarið sem ég bjó á Egilsstöðum, sumarið 1992, í júlí að mig minnir, þá var svo mikið leirfok að ég þurfti að fresta útsýnisflugi upp að Kverkfjöllum og Herðubreið sem ég var búinn að lofa útlendingum. Það hefur dregið mjög úr þessu leirfoki á undanförnum áratugum. Pabbi minn, sem var fæddur á mið-Héraði árið 1936, segði mér að þetta hefði verið mun tíðara þegar hann hafi verið krakki. Hann "bruddi sand" sumar eftir sumar á sínum uppvaxtarárum. Það hlakkar ábyggilega í “umhverfissinnum” þegar þeir geta bent á "afleiðingar" Kárahnjúkavirkjunar, þegar fýkur ofan af öræfum. Það vill svo til að ég var staddur inn í botni Fljótsdals og fór síðan upp að Kárahnjúkavirkjun dag einn þegar mesta moldrokið var í sumar. Ég get staðfest að þetta moldrok átti ekki upptök sín á leirum lónsins við Kárahnjúka, eins og fullyrt var í fréttum, nema að mjög takmörkuðu leiti. Það er helber rógur og Ómar á að vita mun betur. Það er ábyrgðarhlutur að fara í fjölmiðla með róg og ósannindi um þetta mál. Þetta er ekkert annað en atvinnurógur. Síðan gleypir fólk sem ekki veit betur þess vitleysu ótuggið.

Það er eðlilegt að spurt sé nú eins og Snorri Goði spurði þá: „Hverju reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stöndum vér á?

Kveðja,

Ólafur.

Ólafur (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 22:10

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er fjarri mér að skrifa allt leirfok sem berst austur yfir Hérað eða Fljótsdal á leirur Hálslóns. Ég var hins vegar nógu marga daga þarna síðastliðið sumar til að sjá og taka kvikmyndir og ljósmyndir af leirfoki úr leirum Hálslóns sem ekki koma þaðan áður. Ætla að birta nokkrar þeirra í næsta bloggi, ef menn trúa ekki.

Ómar Ragnarsson, 6.3.2009 kl. 00:10

13 Smámynd: Laufey Guðmundsdóttir

Já blessaður gerðu það og sýndu líka nokkrar myndir taknar á Vatnajökli,þe Skálafells og Breiðarmerkurjökli eftir góða vinda og reyndu að segja okkur að það sé afleiðing frá Kárahnjúkaframkvæmdum,ég hef stundum séð gróður á fjúki á þessum slóðum,og svo mikið er víst að hann kemur ekki að austan.

Laufey Guðmundsdóttir, 6.3.2009 kl. 08:15

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hérna niður á Reyðarfirði er stundum í þurrum og hlýjum SV-vindum, ekki hægt að hengja út þvott vegna leirfoks af Austur hálendinu. Margir fjarðabúar hafa þá sagt á undanförnum árum að Hálslóni verði kennt um þetta í framtíðinni. Ég er voðalega hræddur um að svo verði raunin og 90% þjóðarinnar sem ekki veit betur, mun sjálfsagt trúa því.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.3.2009 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband