Jóhanna, hentugur millileikur?

Formennska Jóhönnu Sigurðardóttur er hentugur millileikur og veldur minnstum óróa í Samfylkingunni, sem þarf á stöðugleika að halda fram að kosningum.

Eitt af því sem reyndist óhentugt í fyrri ríkisstjórn var sú úrelta hefð að í tveggja flokka stjórn væri annar oddvitinn forsætisráðherra og hinn fjármálaráðherra. Þetta hefur ævinlega bitnað á þeim flokki sem hafði utanríkisráðuneytið, einkum þó hin síðari árin þegar það embætti hefur haft í för með sér á meiri vinnu ráðherrans út um allan heim.

Það er sama hvað formaður flokks er duglegur, - fjarvera hans erlendis og bundinn hugur við verkefni út á við bitnar ævinlega á starfi hans sem formaður á innanlandsvettvangi. Hann verður meira og minna úr sambandi við grasrótina heima.

Þetta háði til dæmis Halldóri Ásgrímssyni og Framsóknarflokknum á sínum tíma.

Sem betur fer er sá háttur hafður á nú að flokkarnir skipta með sér þessum tveimur valdamestu ráðuneytum í innanlandsmálum. Ef á annað borð ríkir traust á milli samstarfsflokka á slík skipan frekar að efla það traust en draga úr því.


mbl.is Rökrétt að Jóhanna taki við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll Ómar

Takk fyrir síðast.

Ég er sammála þér varðandi þessa útdeilingu ráðuneyta.  Það er óhentugt fyrir formann flokks að vera utanríkisráðherra. 

Svanur Sigurbjörnsson, 9.3.2009 kl. 00:04

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steingrímur Joð gæti haldið áfram sem fjármálaráðherra eftir kosningarnar í vor og Jóhanna Sigurðardóttir getur vel verið forsætisráðherra eftir kosningarnar án þess að vera jafnframt formaður Samfylkingarinnar, rétt eins og frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð.

Dagur B. Eggertsson getur verið formaður flokksins ásamt því að vera borgarstjóri næsta kjörtímabil. Hann dregur að sjálfsögðu mun fleira ungt fólk að Samfylkingunni en Jóhanna.

Steingrímur Joð hefur trúlega ekki mikinn áhuga á að vera utanríkisráðherra ef Ísland gengur í Evrópusambandið á næsta ári.

Árni Páll Árnason
yrði góður utanríkisráðherra (lögfræðipróf frá HÍ 1991, nám í Evrópurétti við Collège d'Europe í Brugge í Belgíu 1991-1992) og Atli Gíslason lögfræðingur sem dómsmálaráðherra. (Lögfræðipróf frá HÍ 1974, framhaldsnám í eignar- og þjóðlendurétti í Ósló 1974-1975 og framhaldsnám í vinnurétti í Kaupmannahöfn 1981-1982.)

Þorsteinn Briem, 9.3.2009 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband