Ekki fyrsta áfallið í Naumósi.

Namsos eða Naumós eins og hann hét til forna, hefur áður orðið fyrir hörmulegu áfalli en það var vorið 1940. Þá höfðu hermenn bandamanna gengið þar á land til að búa til það sem kallað er "brúarsporður" eða bridgehead í hernaði og sækja þaðan í báðar áttir að Þjóðverjum, sem höfðu þá hernumið Noreg.

En í Naumósi kom eitt höfuðatriði yfirráða Þjóðverja í ljós, sú staðreynd að hernám landsins byggðist fyrst og fremst á algerum yfirráðum í loft í krafti 1000 flugvéla sem Þjóðverjar notuðu í innrásinni.

Gerð var einhver grimmilegasta árás stríðsins á Naumós og bærinn jafnaðar gersamlega við jörðu og varð mannfall mikið. Bærinn komst á lista með Guaernica og síðar Belgrad, Hamborg og Dresden.

Bandamenn urðu að lokum að hörfa frá Noregi í júníbyrjun því að flotar Breta og Frakka nýttust ekki vegna yfirburða Þjóðverja í lofti.

1940 voru Íslendingar heppnir að hafa lent í lengri kreppu en önnur lönd. Þjóðverjar gátu leikandi tekið Ísland þá um haustið í krafti frábærrar innrásaráætlunar sem bar nafnið Ikarus en forsendan fyrir því að halda landinu voru þær að geta flogið með herflugvélar til landsins og náð yfirráðum yfir því úr lofti.

Vegna lengdar kreppunnar voru þá engir flugvellir á Íslandi sem nýst gátu flugvélum Þjóðverja og því sluppu Íslendingar við að lenda í stærsta þjóðarharmleik í sögu landsins.

Skriðan í Naumósi minnir á skriðurnar á Patreksfirði 1983. 1940 bjargaði kreppan Íslandi frá því hörmungum á borð við loftárásina á Naumós. Ég varpa því fram að við sýnum hug okkar til Naumósinga með söfnun þeim til aðstoðar.

Ætla að blogga aftur síðar með nokkrum myndum af flugvallarstæðinu sem Þjóðverjar hefðu getið notað í innrás í Ísland ef þeir hefðu vitað um það.


mbl.is Fólk undir aurskriðu í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér, Ómar, nú eigum við Íslendingar að sýna samskonar hug til Norðmanna eins og þeir sýndu okkur t.d. í Vestmannaeyjagosinu, bjóða fram aðstoð okkar - við eigum jú á að skipa þrautreyndum rústabjörgunarsveitum, sem eru tilbúnar með litlum fyrirvara til að fara hvert sem er, auk þess að hafa samband við norsk yfirvöld til að fá upplýsingar um hverskonar aðstoð kæmi fórnarlömbum slyssins best og fara strax að safna peningum hér til að mynda sjóð í því skyni.

Ellibelgur (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 13:29

2 identicon

Sæll Ómar.

Ég bara hjó eftir því hvernig þú útskýrir hérna:

"Bandamenn urðu að lokum að hörfa frá Noregi í júníbyrjun því að flotar Breta og Frakka nýttust ekki vegna yfirburða Þjóðverja í lofti."

Vildi bara benda á að hernaðaraðgerðir í Noregi voru ekki síst blásnar af vegna hinna alvarlegu stöðu á meginlandi Evrópu. 10 Maí rúlluðu þeir af stað inn í Niðurlönd, og í Júníbyrjun var allt í kalda koli í Frakklandi.

10 Maí...sama dag og Tjallinn kom hingað. Eyðilagði kvöldið fyrir Hitler

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 13:45

3 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Húrra fyrir þér Ómar...frábært að vera upplýstur um þessa hluti og sagnfræðin er alltaf jafn fróðleg....ég legg fram 1000 NOK krónur í söfnunina.

Minnugur orða móður Theresu ...GEFÐU ÞANGAÐ TIL ÞÚ FINNUR TIL... þá mun ég gefa meira... þegar meir hefur verið aflað. ( haft eftir ríkustu mönnum Íslands) .Móðir Theresa var örugglega ekki íslendingur! Mun leggja þessa smáaura fram í Noregi þar sem ég er að vinna. Láttu mig vita hvernig ég kem aurunum inn í söfnunina. Ég skal líka vera þér innan handar að sjá til þess að koma norskum peningum í söfnunina ...gjaldeyrishöftin glæpabankanna banna að peningar séu sendir úr landi...ég vinn hér í norður Noregi og get alveg opnað reikning hér ef þú vilt.

Ef 1000 landar okkar leggja fram 1000 NOK hver er það 1 milljón...já telja nú núllin....þau eru sex... ekki mlljarður heldur milljón!...

Er að horfa á þetta í sjónvarpinu hér ..þetta er svakalegt en allir komust lífs af sem er auðvitað aðalatriðið.

Norðmenn eru ekki bara bestu vinir okkar heldur EINU vinir okkar og ef við höldum að við séum skemmtilegir þá skulum við fara að lesa íslenska fyndni og njóta hennar. Við erum gráðug heimsk smáþjóð sem lítur stórt á sig.

Ég skammast mín hér á hverjum degi..en reyni að horfa fram á veginn og vona að við vitkumst.

kveðja frá Lödingen

Sigurjón Benediktsson, 13.3.2009 kl. 15:40

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tannálfurinn er nú staddur í Flaumósi og sendir myndir af sér heim, líkt og garðdvergurinn í kvikmyndinni Amélie.

Þorsteinn Briem, 13.3.2009 kl. 17:28

5 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Æ, æ hef ég nú pirrað undrabarnið litla...hér í Noregi er farið vel að andlega sjúkum....andlegir dvergar fá góða umönnun...Steini litli frá Brjánslæk mundi því vissulega fá góða umönnun hér eins og í myndinni : "Síðasti asninn í þorpinu heima"

Sigurjón Benediktsson, 13.3.2009 kl. 17:46

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gott að Tannálfurinn fær góða andlega aðhlynningu í Flaumósi.

Búinn að draga allar tönnsurnar úr Þingeyingum.

Og kominn í útrás með borinn.

Þorsteinn Briem, 13.3.2009 kl. 18:02

7 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Í nýju ljósi:..En Steini litli hafði engar vísdómstönnur...tönnurnar þær bara eru ekki í hönum...er ekki best að hann fari að Niðurósi!? Ætli hann sigri ekki í könnunum?

Og lifir hann ekki á bönönum?

Sigurjón Benediktsson, 13.3.2009 kl. 18:53

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á tímabilinu milli 10. maí þegar Þjóðverjar réðust inn í Niðurlönd og Frakkland til 6. júní þegar bandamenn fóru frá Noregi, gekk hvorki né rak hjá þeim í Noregi. Þar voru Þjóðverjar með lið sem þeir gátu ekki notað á vesturvígstöðvunum og voru að því leyti til að fórna liðsafla þangað rétt eins og bandamenn.

Á umræðuna á breska þinginu dagana fyrir 10. maí þegar Churchill tók við sem forsætisráðherraembættinu af Chamberlain er oftast litið sem umræðu um gjaldþrot friðþægingarstefnu Chamberlains.

Þessi umræða heitir hins vegar í sögubókum "Norway debate", Noregsumræðan, því að hún fjallaði um þær ótrúlegu hrakfarir sem bandamenn höfðu farið í Noregi í heilan mánuð, án þess að innrásin í Niðurlönd væri komin til sögunnar.

Það átti að vera óhugsandi að ÞJóðverjar gætu tekið Noreg og haldið honum fyrir framan nefið á sterkasta flota heims, en nýting þeirra á 1000 flugvéla flota sínum var nokkuð sem bandamenn höfðu alveg vanrækt að taka með í reikninginn.

Á þessum eina mánuði hafði Noregur tapast og það var mesta sneypan í sögu breska flotans og breska hersins þangað til við tóku enn verri ósigrar breska hersins í Norður-Frakklandi og í Singapore.

Ómar Ragnarsson, 13.3.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband