Skorti yfirsýn? Já.

Færa má að því rök að á sama tíma og þjóðin þarf á fjármagni að halda til að komast út úr kreppunni séu hundruð milljarða króna, sem liggja í óseldum eða of stórum bílum, tækjum, lóðum, íbúðum og skrifstofubyggingum, ekki tiltækar vegna þess að ekkert af þessu selst eða er hægt að skipta út fyrir smærra og ódýrara.

Vonandi liggja fyrir nægar upplýsingar til þess að síðar meir verði hægt að rannsaka, hvort ekki hefði verið fyrirsjáanlegt þegar fyrir tveimur árum, að það stefndi óhjákvæmilega í kreppu á þessu sviði, hvernig sem allt annað veltist.

Mér er kunnugt um fólk sem þekkti vel til í byggingarbransanum gerði sér tímanlega grein fyrir að með engu móti væri hægt að viðhalda þessum offjárfestingum, jafnvel þótt góðæri ríkti. Þetta fólk gerði sínar ráðstafanir í samræmi við þetta.

Því miður voru engir fjölmiðlar né aðrir sem köfuðu ofan í þetta, enginn hafði áhuga á slíku heldur aðeins glæsileika "gróðærisins."

Könnun á þessu og sú aðferð sem notuð væri við hana gæti hins vegar nýst síðar á þessum sviðum sem öðrum.


mbl.is Heilu hverfin standa auð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pósturinn Páll kemur með reikninginn.

Þorsteinn Briem, 16.3.2009 kl. 14:20

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Og talandi um offjárfestingar og áliðnaðinn, þá rakst ég á þennan nýja, ástralska fréttaskýringarþátt nú áðan, - Frozen Future-Iceland - .  Vildi bara koma þessu að.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 16.3.2009 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband