Lagabætur sem borga sig.

Mestu lýðræðisumbætur liðinnar aldar kostuðu fé og fyrirhöfn vegna þess að tvennar samliggjandi alþingiskosningar þurfti til að fá þær fram.

Hrópandi óréttlæti í kjördæmaskipan var leiðrétt lítillega 1942 og það kostaði tvennar alþingiskosningar það ár.

1956 var samt svo komið að Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur hugðust spila á vaxandi lýðræðishalla með því að stofna kosningabandalag sem þeir kölluðu "Umbótabandalagið" en nafnið sem andstæðingarnir gáfu varð þó yfirsterkara; "Hræðslubandalagið". Ætlunin var að ná þingmeirihluta út á rúmlega þriðjung atkvæða en það mistókst sem betur fór.

Þetta leiddi til stjórnarskrárbreytingar 1959 sem einnig kostaði tvennar alþingiskosningar með öllum þeim kostnaði og fyrirhöfn sem slíku fylgir.

Þessi stjórnarskrárbreyting varð þó forsenda fyrir efnahagsumbótum Viðreisnarstjórnarinnar og sýndi að ábati af lagabótum getur oft orðið miklu meiri en kostnaður við þær.

Það má hugsa sér að nokkrar einfaldar breytingar á stjórnarskrá geti gert mikið gagn, ekki síður en heilt stjórnlagaþing, svo sem að láta þjóðaratkvæðagreiðslur fá stóraukið vægi og koma í stað fyrir tvennar alþingiskosningar, að ráðherrar megi ekki jafnframt vera þingmenn, persónukjör sé leyft í kosningum, 5% þröskuldurinn afnuminn og völd þingnefnda stóraukin.

Hitt blasir við að margt í stjórnarskrá okkar er úrelt enda er hún að miklu leyti hin sama og danska stjórnarskráin 1849.

Besta tákn stjórnarskrár okkar er hinn steinrunni göndull sem stendur fram úr hendi styttunnar af Kristjáni níunda við Stjórnarráðshúsið.

Samhliða umbótum og siðbót í íslensku efnahagslífi og stjórnmálum þarf því að klára það verk sem ótal stjórnarskrárnefndum hefur mistekist í 65 ár. Þingmennirnir eru fallnir á tíma og þjóðin þarf að taka við þessu verki af þeim.

Það gæti borgað sig alveg eins og umbæturnar 1959.


mbl.is Stjórnlagaþing kostar 1,7 til 2,1 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Finnst þessi kostnaður alveg svakalegur. Ef að fulltrúar á stjórnlagaþingi verða 42 eins og mig minnir er verið að áætla að kostanður verði um 50 milljonir á hvert sæti miðað við 18 mánuði. Þetta væri skiljanlegt ef að það þyrfti að senda fólk út um allan heim að safna upplýsingum en flest gögn sem þarf eru á netinu nú þegar. M.a. allar stjórnarskrár. Og eins að áætla 18 mánuði finnst mér út í hött. Ef það er rétt hjá mér að það séu 42 fulltrúar áætlaðir á þetta þing. Finnst mér eðlilegt að þeir fái um 500 þúsund á mánuði sem gera um 326 milljónir á 18 mánuðum. Og ef þeir eru í fullu starfi þurfa þeir ekki aðstoðarmenn. 1 til 2 sérfræðingar ættu að duga. Húsnæði ætti ríkið að fá fyrir lítið núna. T.d. hægt að semja við Bauhaus. Eins finnst mér 18 mánuðir vel í lagt miðað við að þetta verk.

Ég held að kostnaður yfir hálfum milljarði sé bruðl.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.3.2009 kl. 14:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Magnús lagabætir hefur alltaf rétt fyrir sér.

Þorsteinn Briem, 16.3.2009 kl. 14:10

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ég hef eingar forsendur til að vega og meta hvað þetta kostar.  Einn stóll í öryggisráðinu kostaði þó tæpan milljarð, ef ég man rétt, án þess að við fengjum svo mikið sem að tylla annarri rasskinninni í hann.

Sé þessi upphæð eitthvað nálægt raunveruleikanum, er hún samt smáaurar miðað við þær hörmungar sem Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að kalla yfir land og þjóð.  Ef hægt er að koma í veg fyrir að þeim flokki takist að endurkalla slíkt gjörningaveður yfir þjóðina, er fénu vel varið. 

Ég verð að segja það.

Benedikt V. Warén, 16.3.2009 kl. 14:12

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sæll Ómar.
Helsti gallinn í þessu er að niðurstaðan verður síðan borinn undir Alþingi. Ég óttast að það verði til þess að gera þetta Stjórnlagaþing valt. En þarft er að gera breytingar. Óskandi væri að unnt yrði að finna leið til að gera þetta í tengslum við Alþingi. Mér dettur helst í hug að kallaðir væru saman fyrrum þingmenn og konur.
-Steingrímur Hermannsson
-Ragnar Arnalds
-Jón Baldvin
-Davíð Oddsson
-Kjartan Ólafsson (er hann ekki annars Ólafsson kratinn gamli)
-Halldór Ásgrímsson
-:
-:
Reynt fólk sem hefði fé til ráðstöfunar til að kaupa ráðgjöf. Allt væri það nægjanlega sjóðað til að láta ekki núverandi valdhafa, eða valdleysur, hafa áhrif á sínar niðurstöður. Tillagan yrði borinn beint undir þjóðina, án millilendingar á þingi. Hægt væri að safna tillögunum í nokra hópa, þar sem kosið yrði um hvern þeirra.

Haraldur Baldursson, 16.3.2009 kl. 21:52

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans á árunum 1972-1978 og afabróðir sonar míns, var allaballi.

Þorsteinn Briem, 16.3.2009 kl. 22:28

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Satt að segja datt mér í hug þegar ég sá og heyrði Björg Thorarensen í viðtali um þetta mál: Ætti ekki bara að reyna að fela henni svipað hlutverk og Þorgeiri Ljósvetningagoða falið?

Ómar Ragnarsson, 16.3.2009 kl. 22:42

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Björg er um flest (ef ekki allt) afar málefnaleg og væri virkilega verðugur Ljósvetningagoði.... spurning hvort Sigurður Líndal fengi ekki að skríða undir feldinn með henni samt :-)

Haraldur Baldursson, 17.3.2009 kl. 08:35

8 identicon

Hver er uppsafnaður kostnaður af því að breyta ekki stjórnarskránni (nema lítillega) í 60 ár........hvað eigum við inni hjá fortíðinni. Mannréttindakaflinn er á vitlausum stað, ekki minnst á lýðræði eða formlega stjórnskipan, 56 greinar af 81 fjalla um forseta og þing, engin um völd og ábirgð ráðherra osfrv, osfrv, osfrv. Plaggið og vangaveltur lögfræðinga um dulda merkingu þess minnir á heimsmynd mannsis í hellinum sem sneri baki í hellisopið og réði í heimsmyndina af skuggunum sem birtust á hellisveggnum þegar bjart var.

stefán benediktsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband