24.3.2009 | 22:42
Mismikill snjór.
Fór í fyrstu kvikmynda- og ljósmyndatökuferð ársins í gær.
Flogið var austur yfir Sauðármel, Hrauka og Hraunaveitu.
Lent innst að austanverðu við Hálslón.
Eftir hláku um daginn er hart hjarn á þessum slóðum og auðir blettir hér og þar.
Snjóþykktin sést vel af myndinni af flugvellinum.
Til samanburðar er mynd af flugvellinum frá í fyrrasumar.
Hin einstæða þéttgróna hólaröð þvert
yfir Kringilsárrana, Hraukarnir svonefndu,
Nú er komin mynd á Kelduárstíflu í Hraunaveitu.
Þetta er risavaxin stífla, ein hin stærsta á Íslandi.
Snæfell er í baksýn á myndinni af stíflunni eins og á myndinni af flugvélinni.
Lónið sem á að koma fyrir innan hana er fáránlegasta og óþarfasta framkvæmd á Íslandi.
Engin þörf er á vatninu sem hér á að safna nema hér komi kuldaskeið, en slíkt er ekki fyrirsjáanlegt í hratt hlýnandi veðurfari.
Flogið var yfir óróasvæðið norður af Upptyppingum.
Brúin á myndinni er á ánni Kreppu, en í baksýn eru Hlaupfell og Herðubreið, en við Hlaupfell hafa flestir skjálftarnir verið.
Ætlunin var að taka loftmyndir af Leirhnjúks-Gjástykkissvæðinu en þar var orðið skýjað.
Á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur tyllti ég mér niður á braut við Blöndulón með Áfangafell í baksýn.
Það er ekki mikill snjór þarna á hálendinu.
Minna má á að til þess að njóta myndanna betur er hægt að tvísmella á þær svo að þær fylli út í skjáiinn.Skafrenningur á heiðum nyrðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.