28.3.2009 | 19:31
"Dagur er risinn..."
Landslagið hvað snertir helsta mannval íslenskra stjórnmálaflokka heldur áfram að breytast hratt.
"Minn tími mun koma", orð Jóhönnu forðum, hefði fengið enn spádómslegri merkingu ef hún hefði sagt:"minn dagur mun koma. .
Gárungar á landsfundinum tóku sérstaklega eftir fyrirboða í upphafi fundarins þegar stúlknkór söng svo fallega lagið "Dagur er risinn". Og í baráttusöng sem sunginn verður á fundinum er fyrsta setningin svona: "Horfum fram á hamingjudag", sem nú verður að breyta stafsetningunni í: "Horfum fram á hamingjuDag".
Dagur nýr varaformaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég verð nú að segja að ég er búinn að missa mest allt traust á samfylkingunni þeir hafa ekkert gert til að koma fjölskyllum landsins til hjálpar og bankar í eigu ríkissins hóta að ganga að eigum fólks þrátt fyrir að hafa ekki heimild til þess að rukka inn skuldir sem þeir eru að rukka inn getur séð nánar hvað ég á við á bloggsíðu minni must.blog.is
Steinar Immanúel Sörensson, 28.3.2009 kl. 21:40
Og ég er mest sárastur yfir því að Ómar skyldi fara í Samfó.....
Halldór Jóhannsson, 28.3.2009 kl. 23:45
Við skulum sjá til hvað liggur fyrir af landsfundinum seint á morgun.
Ómar Ragnarsson, 29.3.2009 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.