Hvor er Barrabas?

Davíð líkti sér við Jesú Krist á krossinum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Mér sýnist öll athyglin hafa beinst að Davíð vegna þessara ummæla, sem von er, enda Davíð þá orðinn Krists jafningi, samanber samlíkingin í ljóði Halldórs Blöndals á afmæli Davíðs: "...Hannesar jafningi" (Hannes Hafstein).

Greinilegt er að Davíð hefur ekki fundist Hannes nógu merkilegur, né heldur Churchill og Napóleon, sem sagt er að hann hafi jafnað sér við fyrr á tíð, og þetta síðasta verður ekki toppað með neinu nema Guði í Himnaríki.

En nú er spurningin, fyrst Davíð líkti hinum seðlabankastjórunum við ræninga, hvor þeirra sé Barrabas.


mbl.is Vilhjálmur: Ómakleg ummæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar,

Ég rakst á athyglisverðan lista sem Davíð Oddsson er komin á http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_people_who_have_claimed_to_be_Jesus

Tómas (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 00:53

2 identicon

Sæll Ómar

Þú ert nú greindari en þetta. Þú veist jafn vel og ég að DO líkti hinum bankastjórunum við JK. Hann var sjálfur "glæpamaðurinn" í sögunni. Ekki falla niður á þetta ömurlega þrep. Leiðréttu þig nú í næstu færslu.

Kv.

Sveinbjörn

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 00:56

3 identicon

Ekki tek ég nú undir þessa skrýtnu túlkun Sveinbjarnar, að DO hafi líkt hinum bankastjórunum við JK, - hvernig í ósköpunum er hægt að fá það út...??

Hann var einmitt að benda á muninn (að hans mati) að á tímum Krists hefðu tveir glæponar verið hengdir á kross við hlið Krists, en nú hafi ríkisstjórn Íslands hengt tvo heiðursmenn, - að þar liggi munurinn. Þannig þarf alveg sérstakt ímyndunarafl til að halda því fram að DO hafi líkt þeim við Krist (fyrir utan að það myndi eyðileggja þessa samlíkingu Davíðs...!) Ómar þarf ekkert að leiðrétta þetta, ekki frekar en fréttamiðlar landsins.

Hinsvegar:

Mín barnatrú kenndi mér að glæponarnir tveir hétu Dismas og Gestas. Barabbas var þar hvergi nærri, enda hafði hann þvert á móti fengið frelsi á kostnað Krists. Hann hlaut sín örlög síðar.

Þetta má Ómar gjarnan leiðrétta - en alls ekki á þeim nótum sem Sveinbjörn er að halda fram...!

Evreka (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 22:22

4 identicon

Annars verð ég að bæta einum fróðleiksmola við, sem enginn fjölmiðill hefur tekið eftir (og áður en lengra er haldið, fannst mér ræðan almennt ósmekkleg, en þessi hluti hennar er samt áhugaverður...) :

Smá upprifjun: samkvæmt sögunni þá var Gestas mikið í mun að Jesús myndi reyna að bjarga sjálfum sér, en á hinn bóginn bað Dismas um miskunn. Hvað gerðist? Jú, Dismas var bjargað, en ekki Gestas.

DO virðist ekki hafa munað eftir þessu, alltént minntist hann ekki á það í ræðu sinni.

En hvað gerðist á Íslandi, þ.e. hvað þessa tvo strangheiðarlegu Seðlabankastjóra varðar? - Jú, annar þeirra baðst lausnar - og hann fékk strax starf í Noregi, var sem sagt bjargað...! Hinn hefur líklega reynt til hins ítrasta að fá DO til að bjarga sjálfum sér, en ekki tekist...

Sumsé, meiri líkindi með þessu en virtist í fyrstu... og enginn fjölmiðill tekur eftir því...!

Evreka (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 22:36

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þetta er erfið samlíking. Segjum að Davíð hafi fengið að halda nærbuxunum eina og Jesú. Þá eru til skiptana: Skór, sokkapar, buxur, belti, nærbolur, bindi, bindisnæla, skyrta, ermahnappapar, bindi og jakki. Alls ellefu skiptanlegir hlutir eða þrettán ef hver fær einn sokk og ermahnapp.

Það hefði ekki þurft að kasta upp fallandi krónu.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 4.4.2009 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband