Í átt til sjónarmiða Samfylkingar.

Þegar Viðreisnarstjórnin sat á sínum tíma, stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, kom hún því á að barnabætur voru greiddar til allra, óháð tekjum. Nú eru uppi hugmyndir hjá Framsóknarflokki og Litju Mósesdóttur hjá VG um að greiða öllum þeim sem skulda vegna húsnæðis úr ríkissjóði yfir línuna.

Tryggvi Þór Herbertsson hjá Sjálfstæðisflokki hefur líka reifað svipaðar hugmyndir.

Samfylkingin leggst hins vegar gegn þessu á þeim forsendum að á tímum gríðarlegs fjárskorts hins opinbera sé útilokað að greiða fólki fé sem ekki hafi fyrir það þörf. Bjarni Benediktsson setur fram svipuð sjónarmið varðandi bætur úr ríkissjóði.

Það er fróðlegt að sjá að mismunandi sjónarmið um þetta fara ekki alveg eftir því hvort fólk er hægra megin eða vinstra megin í litrófi stjórnmálanna og að það er ekki einhugur um þetta innan flokka.


mbl.is Þarf að auka tekjutengingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er afskaplega fátt skylt með þessum tveimur aðgerðum; barnabótum og svo niðurfellingu skulda núna.

Burtséð frá aðferðarfræðinni, þá eru það upphæðirnar sem stinga í stúf: hugmyndir framsóknar og Tryggva Þórs kosta 300 milljarða og hugmynd Lilju Mósesd. 330 milljarða (skv. nýjum útreikningum Seðlabankans).

Þetta er einfaldlega alveg galið, alltof dýrt!

Svo er athyglisverð frétt í Morgunblaðinu í dag, sem því miður hefur verið lítið fjallað um. Þar kemur (aftur skv. nýjum útreikningum Seðlabankans) að báðar þessar aðgerðir, þ.e. 20% niðurfelling eða 4ra milljóna niðurfelling, yrðu aðallega til þess fallnar að efnameira fólk fengi mikið úr býtum. Hvorug leiðin yrði til þess að hjálpa þeim verst stöddu.

Við svo búið spyr maður sig til hvers eru þessar hugmyndir lagðar fram...?

Fyrir utan aðalatriði málsins, sem er óréttlæti gagnvart öllum hinum, sem myndu ekkert fá, þ.e. fólk á leigumarkaði, fólk sem var hófsamt í gróðærinu og passaði sig á því að skuldsetja sig ekki uppí topp, osfrv. Á virkilega að refsa slíku fólki fyrir að hafa sýnt hófsemi í skuldsetningu...?? Þá myndum við aldrei læra neitt af þessu ömurlega hruni, heldur yrðu skilaboðin þau að stóri bróðir kæmi alltaf til bjargar, sama hversu illa fólk klúðrar hlutunum.

Evreka (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 21:51

2 identicon

Sæll Ómar.

Á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina var samþykkt að draga skyldi úr tekjutengingu barnabóta. Á landsfundi 2003 var samþykkt að afnema þessa tekjutengingu. Sama ár ályktaði sjálfstæðisflokkurinn á sama veg. Þetta útspil formannsins er því alls ekki í samræmi við stefnu Samfylkingarinnar, og er meira að segja líka í andstöðu við stefnu hans eigin flokks.

Tekjutenging barnabóta kann að virðast réttlát við fyrstu sýn, en þegar betur er að gáð stangast hún á við jafnræðisreglu og er því hvorki réttlát né boðleg.

Finnur Birgisson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 22:51

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rétt, Finnur, en það var ekki samþykkt að fella niður tekjutengingu bóta heldur "draga úr" tekjutengingu bóta.

Eitt versta dæmið sem ég veit um var rakið fyrir nokkrum árum, en þá kom fram að ef öryrki vann sér inn peninga fram yfir ákveðið mark, var skattlagningin af því 75% sem var lang hæsta skattpíningin í þjóðfélaginu og alveg galin !

Meðalvegurinn er vandrataður. Það má til dæmis spyrja þeirrar spurningar sem dæmi, sé rætt um barnabætur, að verði verðlækkun á barnafötum eigi aðeins hinir efnaminni að njóta hennar.

Ómar Ragnarsson, 31.3.2009 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband