Skiptir ekki máli hvor segir satt?

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri flokksins hafi vitað allt um risastyrki Landsbankans og FL Group til flokksins.

Kjartan segist ekki hafa vitað um risastyrkina.

Formaðurinn segir að allt sé komið fram sem skipti máli, þótt ekki liggi fyrir hvort hann eða fyrrverandi framkvæmdastjóri segi satt. Það skiptir sem sé ekki máli í hans huga hvor þeirra fer með rangt mál. Athyglisvert.


mbl.is Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög athyglisvert. Enn athyglisverðara er að formaðurinn telji að málið hreinsist á stuttum tíma og trúið að flokkurinn nái að endurheimta traust almennings. Það er orðið kristalstært að forystumenn Sjálfstæðisflokks telja sig tilheyra annarri stétt en er í þjóðfélaginu. Ef þetta flokkast undir að "ganga hreint til verks". Veit fyrir víst að ansi margir Sjálfstæðismenn treysti sér ekki að setja x-ið á D-ið eftir þetta mál.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband