"...Nú aka á rokkbuxum á Rússajeppunum..."

DSCF3045IMG_0198IMGP0297IMG_0303IMGP0289Í tilefni af athugasemd viđ blogg í gćr koma hér nokkrir molar um rússneska jeppann GAZ 69.

Ofangreind hending úr textanum viđ lagiđ "Rokk-kalýpsó í réttunum" lýsir vel tíđarandanum í upphafi rokksins á Íslandi.

Efsta myndin er tekin í upphafi jeppaferđar á snjó norđur í Gjástykki á skírdag. Ég kom norđur á litla Fiatinum og fór í ferđ á 43ja ára gömlum Rússajeppa sem ég nota ţar í kvikmyndatökur á heimildarmynd um Leirhnjúk-Gjástykki.

Samferđa mér var Andri Karlsson á Landrover Discovery jeppa á 38 tommu dekkjum.

Rússinn er hins vegar ađeins 1650 kíló, 500 kílóum léttari og ţví hef ég látiđ nćgja ađ hafa 35 tommu dekk undir honum. Ţyngdarmunur bílanna kom í ljós ţegar jeppi Andra féll tvisvar niđur í gegnum snjóţekjuna ţar sem Rússinn flaut yfir. 

Í seinna skiptiđ var Rússinn notađur til ađ draga Discoveryinn upp en ţá hafđi skiptistöng fariđ úr sambandi í Rússanum svo ađ hann var bara í afturdrifinu og gróf sig niđur svo ađ Andri varđ ađ kippa í og jafna leikana. 

Í athugasemdinni ofangreindu var minnst á Súkkujeppa 24 ára gamlan, minnsta jöklajeppa landsins, sem ég segi kannski síđar frá.

Áfram međ Rússann, Vegna löndunarbanns Breta var byrjađ ađ flytja inn rússneska bíla um miđjan sjötta áratuginn og á tímum vinstri stjórnarinnar 1956-58 var fariđ ađ flytja inn Prinz Póló.

Tákn ţessa tíma varđ ţví einstćđ blanda vesturs og austurs, Annars vegar Kók og Prinz og hins vegar rokk og Rússajeppar.

GAZ 69 var framleiddur frá 1954 til 1972. Eftir ţađ var honum breytt í útliti en hann er ađ grunngerđ enn framleiddur sem UAZ 3151.

GAZ 69 varđ til sem endurbót á eldri GAZ-jeppa, sem var bein stćling á Willys-herjeppanum, sem Bandaríkjamenn höfđu sent Rússum í stríđinu, alls 5000 stykki.

GAZ 69 varđ stórkostleg endurbót.  

Í Willys-jeppanum sem skóp byltingu hér á landi eftir stríđ var vélin fyrir aftan framöxulinn og ţví fóru um 15 sentimetrar bil fyrir aftan fremri hjólskálar í súginn og ökumenn sátu alveg aftur viđ aftari hjólskál.

Land-Rover jeppinn var lítiđ skárri međ ţetta og millikassarnir á honum voru síđir og fjađrahengslin sköguđu niđur af ţví ađ fjađrirnar voru undir öxlunum.

Rússarnir höfđu GAZ 69 breiđari og gátu ţar međ lyft körfunni og látiđ vélina vera yfir framöxlinum. Fyrir bragđiđ eru framsćtin í rússajeppanum 27 sentimetrum framar en í Willys og ţyngdarpunkturinn verđur framar og fet af rými grćđist. Mikils virđi er ađ hafa ţyngdarpunkt ekki of aftarlega á torfćrubíl.

Ökumađurinn og farţeginn frammi í GAZ 69 sitja mitt á milli öxla en ekki viđ afturöxul. Međ ţví ađ lengja bílinn ţar ađ auki um 25 sentimetra grćddist gríđarlegt rými og farangurspláss fyrir aftan aftursćti.

Fjađrirnar settu Rússarnir ofan á öxlana og drifkúlurnar eru mjög mjóar og gríđarhátt undir kviđinn, 15 sentimetrum hćrra en á Willys og Land-Rover á ţessum tíma. Rússajeppinn hafđi ţví yfirburđi á öllum sviđum í torfćrum, einkum í snjó.

Stćrsti kostur hans er ţó ótalinn, en ţađ voru fjađrirnar sem voru langmýkstu blađfjađrir sem nokkru sinni hafa veriđ framleiddar í heiminum og bíllinn svo undurţýđur ađ ţćgindi og torfćrueiginleikar stórgrćddu á ţví.

Keppnautarnir voru níđhastir. Á fyrstu árum torfćrukeppni á Íslandi settu menn rússafjađrir undir Willysana !

GAZ 69 er afar fallegur bíll ađ mínum dómi og arftakinn hrćđilega ljótur í samanburđinum.

Bandarískt 4x4 tímarit valdi elsta Bronkóinn sem besta torfćrubíl allra tíma miđađ viđ keppinautana. Sá Bronkó var fyrsti vestrćni jeppinn sem var nokkurn veginn af sömu stćrđ og GAZ 69, hár undir kviđinn og fjađrirnar ofan á öxlunum ađ aftan.

Ekki var GAZ 69 gallalaus. Vélarnar frá fyrstu árunum voru skelfilega lélegar, kraftlausar, eyđslufrekar og úreltar hliđarventlavélar og endingarlitlar ađ auki. Eini kosturinn var sá ađ ţćr voru svo kraftlitlar ađ minni hćtta var á ađ spóla eđa brjóta veigalitla öxlana.

Rússinn minn er međ sex strokka Broncóvél sem er hćfilega kraftmikil til ađ skila honum áfram án hćttu á öxlabroti. Mig dreymir um ađ setja í hann fjögurra strokka Volguvél frá síđari tímum, sem enn er framleidd.

Síđasta sumar var unun ađ njóta fjöđrunarinnar í torfćrum hálendisins norđur af Mývatni viđ kvikmyndatökur og í ferđ á snjó um daginn naut sín vel.

Ég á ódýrasta húsbíl landsins, svonefnda "Rússabelju", frambyggđan rússa árgerđ 1985 sem mikiđ var notađur hér á landi 

DSC00466á sínum tíma sem skólabíll og verktakabíll og neđsta myndin er honum. 

Ţessi bíll er međ ótrúlega mikiđ innanrými miđađ viđ stćrđ. Hann er ađeins 4,36 metra langur, eđa álíka langur og bílar í Golf-flokknum.

Sjá má af myndum af ađgerđum rússneska hersins í Tsjetseníu, Georgiu og á sínum tíma í Afganistan ađ rússneski herinn hefur notađ Rússabeljuna síđustu áratugina og alveg fram á ţennan dag.

Mér er sagt ađ hjá ýmsum nágrönnum Rússa veki bílar af ţessari gerđ ekki sérlega góđar minningar.

En margir Íslendingar eiga skemmtilegar minningar um ţennan um margt nytsamlega og ţćgilega ferđabíl sem er svo hrikalega ţungur og erfiđur í akstri.  

Ađ lokum skelli ég hér inn myndum af fyrirrennurum GAZ 69, GAZ 67 og 64, sem voru augljóslega eftirlíkingingar af Willys herjeppanum og síđan einnig neđst af bíl, sem sumir segja ađ sé fyrsti SUV-bíll heims í líkingu viđ bíla af svipađri stćrđ og ţyngd og vinsćlustu bílarnir af ţessu tagi nú um stundir.250px-gaz-67_828851.jpg800px-gaz-64_828852.jpg250px-gaz-61_828853.jpg


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Sveinsson

Ţetta er alveg dásamlegur pistill í miđju geringaveđrinu kringum pólitíkina. Hann vekur upp ljúfar minningar frá ţví ég var ungur mađur. Ég eignađist gamlan rússajeppa 1962 ţá 18 ára gamall. Ţremur árum síđar keyptum viđ brćđur nýjan svona vagn. Hann var yfirbyggđur í Vagnasmiđjunni á Grettisgötu og viđ settum í hann BMC dieselvél.  Svokallađa sjóvel sem var einungis 55 hestöfl en ótrúlega seig. Ţetta voru snilldarvagnar. Börn síns tíma ađ sjálfsögđu en ţeir voru sérstaklega mjúkir og afar góđir ferđavagnar. Ţú mátt vera stoltur yfir ađ eiga svona bíl. Ég hef, frá ţví ég man eftir mér, veriđ međ ólćknandi bíladellu. Hef erft bílageniđ frá föđur mínum sćla sem sá fyrsta bílinn áriđ 1914. Ţađ var Overland. Ég var í Rússaliđinu í hálfan annan áratug. Svo tók Broncóinn viđ og ég átti 4 slíka. Ég kynntist ekki Cherokee jeppanum fyrr en á ţessari öld og hef haldiđ mig ţar. Nú á ég Grand Cherokee Limited Hemi og hann mun örugglega endast mér út ćvina. Draumavagn sem hefur eiginleika jeppa, drossíu og sportbíls. Ţó hann sé međ 325 ha vél eyđir hann minna en fyrsti rússinn sem ég átti. Mig langar ađ spyrja hvort ţađ sé leyndarmál hvađ ţú átt marga bíla. Ţeir hljóta ađ vera nokkuđ margir. Međ páskakveđju, SS.

Sigurđur Sveinsson, 12.4.2009 kl. 09:12

2 Smámynd: Gulli litli

Takk fyrir frćđandi pistil..

Gulli litli, 12.4.2009 kl. 10:29

3 Smámynd: ŢJÓĐARSÁLIN

Takk!

Ţetta minnti mig á, ţegar 2 rússajeppar komu í Bjarnarfjörđ á Ströndum. Ef ég man rétt ţá voru ţeir  reyndar ekki nákvćmlega eins. Ţetta voru spennandi tímar fyrir okkur strákana á nćstu bćjum. Minnist ţess ţó enn, ţegar ég fékk fyrst far međ Willys og fékk kúlu á hausinn, ţegar ég lenti uppi í ţaki í einhverri torfćrunni.  Svo, sannarlega voru ţeir hastir.

ŢJÓĐARSÁLIN, 12.4.2009 kl. 12:43

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Talan fer eftir ţví hvort ég tel líka međ ţá bíla sem ég geymi númerslausa á geymslusvćđinu í Kapelluhrauni og hafa sumir ekki hreyfst í mörg ár ţótt allir hafi ţeir veriđ gangfćrir ţegar ţeir komu ţangađ.

Ég naut góđs af "gróđćrinu" međan ţađ stóđ ađ ţví leyti ađ ţá henti fólk svona gömlum og litlum bílum og lét mig einfaldlega hafa ţá frekar en ađ henda ţeim.

Ég luma ţarna suđur frá á einum Suzuki Alto, ´85, Dahatsu Cuore ´87 og Geo Tracker ´91.

Vegna kvikmyndagerđar nota ég Rússann, Subaru ´81, Feroza ´91 og Toyota Hilux ´89, minnsta Toyota jöklajeppa landsins, til ađ draga Örkina.

Í litlum bílskúr vestur í bć eru núna fjórir, Dahatsu Cuore´88, Fiat 126 blćjubíll, minnsti blćjubíll landsins, Fox´86 og Daihatsu Cuore 4x4´87, minnsti fjórhjóladrifsbíll landsins.

Bak viđ súlu í Útvarpshúsinu er NSU Prinz ´58, sem var minnsti bíll landsins 1959-62 og Fiat 500, minnsti bíll landins.

Ómar Ragnarsson, 12.4.2009 kl. 12:53

5 Smámynd: Gísli Sigurđsson

Ţađ var gaman ađ hlusta á ţig í ţćttinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Eldmóđurinn sem alltaf hefur fylgt ţér, hvort sem ţú ert ađ skemmta fólki, eđa ađ flytja mál ţitt og rökstyđja skođanir ţínar. Ég er nokkujđ viss um ađ margt af ţví sem ţú heldur ţarna fram um eyđileggingu íslenskrar náttúru á eftir ađ verđa viđurkennt ţó síđar verđi og ţá jafnvel eftir okkar daga.

En ađ bílum, mig langar ađ spyrja ţig um NSU Prins, ég man eftir ţví ađ fyrir svakalega mörgum árum, ţegar ţú varst ađ stíga ţín fyrstu skref viđ ađ skemmta okkur börnunum á 17. júní í Keflavík, ţá var Vikan međ árlegar getraunir og eitt áriđ var ađalvinningurinn einmitt bifreiđ af ţessari gerđ. Getur ţú upplýst okkur hvađan ţessir bílar eru upprunnir, og hversu lengi ţeir voru framleiddir? Mig grunar ađ ţeir hafi ekki veriđ langlífir í framleiđslu. 

Gísli Sigurđsson, 12.4.2009 kl. 13:45

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

NSU verksmiđjurnar framleiddu bíla frá 1958-72. Ţćr voru í Neckarsulm í Vestur-Ţýskalandi.

NSU Prinz 1-3 var framleiddur frá 1958-1962 í ca 100.000 eintökum. Hann var fjögurra sćta, ađeins 480 kíló en međ 20-30 hestafla vélum og ţví sneggsti og hrađskreiđasti örbíllinn á ţessum árum, nokkurs konar GTI-bíll međ ţverstćđa fjórgengisvél og afburđa aksturseiginleika.

1962-72 var framleiddur NSU Prinz 4, sem var međ stćrri yfirbyggingu og var léttasti og snarpasti fimm manna bíllinn fyrstu árin. Hálf milljón eintök voru framleidd. 

NSU-Prinz 1000, og TT voru framleiddir frá 1964-72. Ţeir voru međ lengri afturhluta og fjögurra strokka vélar 43-55 hestafla. Alls framleidd um hálf milljón bíla af ţessari gerđ.

Audi TT dregur nafn sitt af NSU-Prinz TT sem var geysilega snarpur og skemmtilegur akstursbíll og vinsćll í kappakstri.

NSU 110 og 120 voru međ lengri framenda.

NSU Ro 80 var valinn bíll ársins í Evrópu 1967, byltingarkenndur milliklassabíll, sá fyrsti í heimunum međ Wankel-vél.

Bíllinn ţótti ljótur vegna ţess ađ hann var međ háan og ţverhníptan afturenda og langt og lágt nef.

Nú ţćtti hann gersamlega í takt viđ tímann hvađ útlit snertir. Sé til hvort ég get hent inn myndum af ţessum bílum.  

Ómar Ragnarsson, 12.4.2009 kl. 14:12

7 identicon

Skemmtileg og fróđleg grein hjá ţér Ómar :)

Ég er viss um ađ margir lesendur vefsins míns (4x4OffRoads.com) hefđu gaman af ađ frćđast um Rússajeppann. Ef ţú gefur mér leyfi til, vildi ég gjarnan snara greininni yfir á ensku og birta ţar.

Ţrándur Arnţórsson (IP-tala skráđ) 12.4.2009 kl. 16:03

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sjálfsagt mál, Ţrándur.

Ómar Ragnarsson, 12.4.2009 kl. 19:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband