12.4.2009 | 16:04
"Tók í mann...sem tók í Svein..."
Ég man ekki lengur vísuna um slagsmálin, sem ég heyrði þegar ég var ungur. Þar var verið að reyna að gera sér grein fyrir því hvar ábyrgðin lægi á því að slagsmál brutust út og vísan endaði svona:
"Tók í mann, sem tók í hann, sem tók í mann, sem tók í Svein."
Þetta kemur í hugann þegar menn reyna að greina sauðina frá höfrunum í þeirri atburðarás sem fór af stað þegar Guðlaugur Þór Þórðarson talaði við innabúðarmenn hjá Landsbankanum og FL Group og úr urðu risastyrkirnir sem Geir Haarde tók á sig að hafa endanlega blessað yfir og nýráðinn framkvæmastjóri hefur nú sagt af sér.
Raunar kemur REI-málið alltaf af og til upp í umræðunni um ástandið sem orðið var í íslenskum stjórnmálum fyrir 2-3 árum.
Á sínum tíma fengu sexmenningarnir í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins að heyra að þeir hefðu sýnt fákunnáttu, einfeldningsskap og klaufagang í því sem var kallað REI-klúðrið og fyrst og fremst skrifað á þeirra reikning en ekki hinna "æfðu stjórnmálamanna."
Þeir voru hafðir mjög að háði og spotti.
Ég held að smám saman muni þessi mynd fá annan blæ í huga fólks. "Bragð er að þá barnið finnur" segir máltækið og hafi sexmenningarnir verið óæfðir og barnalegir nýliðar í stjórnmálum, hefur komið í ljós að þau höfðu tilfinningu fyrir því að ekki var allt eins og það átti að vera.
Söfnuðu fé fyrir flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er ljótt mál,en Guðlaugur segir nú að hann sé BLÁ saklaus,??? verður maður ekki að bíða eftir að rannsóknanefa þingssin er búinn að skoða þetta mál,áður en maður dæmir þessa einstaklinga Ómar,???ég bara spyr,þú sem mjög góður fréttamaður veist þetta kannski betur,en mér er illa við að dæma menn fyrr en ég veit allan sannleikan,verðum við ekki að gefa Guðlaugi tækifæri til að verja sig,allavega segir hann að hann sé saklaus og hafi hvergi komið nálægt þessum stóru upphæðum(sem er reyndar ekki lögbrot,en siðlaust og maður lítur á svona upphæðir sem mútur og spillingu að mínu mati???) Ég óska þér Ómar Gleðilega páska og njóttu þess vel.
Jóhannes Guðnason, 12.4.2009 kl. 16:36
Vísan, tilurðin og heimilidn er þessi:
Og engri sálu gerði mein.
Hann tók í mann sem tók í hann
sem tók í mann sem tók í Svein.
Ragnar Eiríksson, 12.4.2009 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.