Sjálfseyðingarflokkurinn ?

Um þessar mundir þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins helming af því fylgi sem hann hafði oft á tíðum í Reykjavík, verður flokkurinn að fara að leita sér að góðum markhópum fyrir boðskap sinn.

Einn þessara hópa gæti verið það fólk sem vill sem minnstu breyta, jafnvel ekki því ófremdarástandi sem Sjálfstæðisflokkurinn leiddi öðrum flokkum fremur yfir þjóðina.

Kannski er það niðurstaðan að þessi markhópur geti lyft eitthvað undir 22ja prósenta fylgi flokksins í Reykjavík norður. Mér finnst erfitt að sjá hvernig það geti verið flokknum til framdráttar að standa gegn því að tryggt sé í stjórnarskrá að auðlindir landsins séu í eigu þjóðarinnar og auknir séu möguleikar á beinu lýðræði með þjóðaratkvæðagreiðslum.

Hugsanlega má bæta við þriðja nafninu á þennan flokk. Matthildingar, Davíð Oddsson, Hrafn Gunnlaugsson og Þórarinn Eldjár kölluðu hann Sjálfgræðisflokkinn en nú má hugsanlega brátt fara bæta nafninu "Sjálfseyðingarflokkurinn" við.


mbl.is Stjórnarskrárfrumvarpi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég heyrði viðtalið við þig á Bylgjunni á Páskadag og sá Draumalandið rétt áðan.  Ég vil þakka þér fyrir þitt starf og fórnir sem þú hefur fært fyrir fólkið og landið og hvet þá sem lesa að drífa sig á Draumalandið og reyna að draga eitthvað af fólkinu með sem helst vill sitja sinnulaust fyrir framan sjónvarpið. 

Viðtalið af Bylgjunni er hér: http://bylgjan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=44157

Gullvagninn (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 21:51

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

FLokkurinn er að urða sjálfan sig. Verst að við hin neyðumst til að moka yfir hræið.

Sigurður Sveinsson, 14.4.2009 kl. 22:06

3 identicon

Sjáið þessa frétt:
http://eyjan.is/blog/2009/04/14/stjornlagathing-verdur-ekki-ad-logum-fyrir-thinglok/

Svik við fólkið!
Þetta mun landráðaflokkur Sjálfstæðismanna þurfa sóta fyrir næstu árin.

Þetta verður ALDREI fyrigefið.

Vonandi þurrkast hann út í kosningunum.

Jón (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 22:20

4 identicon

Það hafa ýmiss heiti komið yfir flokka: Líka Evrópufylkingin, Samspillingin,  FL- flokkurinn, FL-okkurinn, Sjálftökuflokkurinn, etc.

EE elle (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:04

5 identicon

Ómar, af hverju ferð þú niður á svona lágt plan?

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 23:54

6 identicon

Hvað á að gera við Sjálfstæðisflokkinn?

Það er eðlilegast að leggja flokkinn niður og láta eigur hans renna til fátækra fórnarlamba arðránsstefnu flokksins.

Sjálfstæðishúsið verði jafnað við jörðu og gerður minningarlundur á staðnum og þar reist minnismerki um "Helför" íslenska efnahagskerfisins.
Kauphallarhúsið sem er staðsett í nágrenni minningarlundsins má gera að safnahúsi.
Þar verður haldið til haga glæpum "Flokksins" gagnvart þjóðinni og framtíða þegnum landsins.

Landráð, afsal á verðmætum og landgæðum til spillingarafla og erlendra auðhringa.
Spilling í stjórnsýslu, mútuþægni, ofbeldi og valdníðsla gagnvart þegnunum etc.

Tilgangur safnsins verður að varðveita vitneskju um óhæfuverkin til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.

Þeim flokksmönnum Sjálfstæðisflokksins sem voru meðvirkir og er hugsanlega hægt að bjarga verði gefinn kostur á endurhæfingu til að aðlagast lýðræðislegu og réttlátu þjóðfélagi.
Hinum "forhertu" og "seku" sem ekki er við bjargandi verður boðið upp á vist í frískandi umhverfi á Litla Hrauni.
Þar má binda vonir við að hreint sjávarloftið og skapandi iðjuþjálfun leiði þá til betri vegar með frelsun og iðrun synda.

Jón (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 00:28

7 identicon

Ekki svo vitlaust, Jón.

Guðmundur (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband