Grunnhlekkur keðjunnar.

Bubbi Morthens er að tala um einn af hlekkjunum fimm í keðjunni sem hægt er að líkja efnahagslífi þjóðarinnar við og engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Um þetta bloggaði ég fyrr í vetur og hlekkirnir eru þessir: Heimilin-fyrirtækin-bankarnir/fjármálafyrirtækin/sjóðirnir-ríkissjóður-sveitarfélögin.

Ef keðjan á að halda má enginn hlekkurinn bresta, síst af öllu grunnhlekkurinn, heimilin. Þetta er spurningin um jafnvægislist og verður að hafa í huga að ríkissjóður og sveitarsjóðir eru í eigu okkar allra og lífeyris- og fjármögnunarsjóðir auk bankanna eru einnig í almanna eigu nú um stundir.

Þegar rætt er um að koma í veg fyrir að einhver hlekkurinn bresti verður að hafa tvennt í huga: Að ekki sé lakar hugsað um viðkomandi hlekk, í þessu tilfelli heimilin, heldur en aðra hlekki.

Það er rétt hjá Bubba að svonefndir ofurstyrkir til flokkanna eru smámunir miðað við tugi og hundruð milljarða sem viðfangsefnin núna snúast um. Hann gleymir því hins vegar að hafi verið samband á milli þessara styrkja og stórfyrirtækja, var á þeim vettvangi verið að fara með tugi milljarða króna og í REI-málinu var um að ræða spurningar um tugi milljarða í eigu almenning.

Ef ofurstyrkirnir voru aðeins lítill ístoppur, horfir málið öðruvísi við ef þetta var aðeins toppurinn á risavöxnum ísjaka sem undir var.


mbl.is Bubbi er sleginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Félagi Ómar ég treysti á þig að sannfæra þitt fólk í Samfylkingunni til að koma með lausnir til einstaklinga & heimila sem virkilega léta á okkar skuldabirgði.  Ég sem einstaklingur hef t.d. aldrei fengið vaxtabætur, það hjálpar mér ekkert að lengja í lánum.  Ég eins og 60% af þjóðinni stend ekki undir þessum "okurvöxtum" og þessari "klikk greiðslubirgði" ég er úr leik, en ég vil þá gjarnan að "ábyrgðarmenn mínir" fái SMÁ AÐSTOÐ - t.d. 20-25% niðurfellingu á þeim skuldum sem þeir þurfa að greiða upp eftir mig!  Einstaklingar & fjölskyldur eru MIKILVÆGASTI hlekkurinn í þessari keðju, ég & þú erum sammála um það....  Reynda að vekja þinn forsetisráðherra, félagsmálaráðherra & aðra ráðherra flokks þíns til LÍFS..!  Okkur (þjóðinni) hefur verið að blæða út í tvö ár, við erum komin í þrott - á ekkert raunhæft að gera, eða hvað...???

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 15.4.2009 kl. 13:59

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

En ofurstyrkirnir árið 2006 voru kannski aðeins toppurinn á enn stærri ísjaka, ef sama fjáröflunaraðferð hafði verið viðhöfð árum saman. Sú grunsemd leitaði óneitanlega á mig, þegar mesta fárið var að "fá" Kárahnjúkavirkjun og álverið í Reyðarfirði o.fl. álversframkvæmdir, að þá væru þessir erlendu auðhringar að ausa fé í íslenzka stjórnmálaflokka eða tvo þeirra: Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Menn eru hugmyndasnauðir, ef þeir halda jafnvel nú, að þetta hafi ekki getað gerzt.

"Upp á borðið" með öll fjármál stjórnmálaflokkanna frá árinu 2000!

Jón Valur Jensson, 15.4.2009 kl. 15:09

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það væri fróðlegt að sjá bókhald flokkanna árin 1998, 1999, 2002 og 2003. Þetta mál yrði hvergi nærri útrætt fyrr en það yrði gert.

Ómar Ragnarsson, 17.4.2009 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband