20.4.2009 | 12:17
"Vér einir vitum..."
Eitthvað lík hugsuninni í ofangreindum orðum, sem höfð voru eftir konungum Danmerkur og Íslands, virðist sjálfsmynd og hugsun Sjálfstæðismanna vera um þessar mundir. Þeir eru í skýjunum yfir "sigri" í stjórnlagabreytingamálinu", og er það ekki furða því að sigur þeirra fólst í því að beita málþófi til að koma í veg fyrir að skoðun 70-80% þjóðarinnar næði fram að ganga á Alþingi.
Í minni er stórkarlaleg lýsing Geirs H. Haarde á því að stjórnarmyndun hverju sinni fælist í því Sjálfstæðisflokkurinn færi heim sem sigurvegari með annað hvort sætustu stelpuna af ballinu eða þá "næstsætustu sem gerði sama gagn."
Sjálfstæðisflokkurinn er eftir 18 ára slímsetu í stjórnarstólunum orðinn svo vanur því að líta á sig sem nánast Guðs útvalinn flokk í íslensku þjóðlífi að allir verði að sitja og standa eins og honum líkar.
Það má til sanns vegar færa að þjóðin hafi gert það hvað snertir það hlutskipti sem hrunið mikla færði henni.
Það er hins vegar ljós nauðsyn þess að Sjálfstæðisflokknum verði komið niður á jörðina svo að hann fái tækifæri til að endurmeta stöðu sína í tilverunni.
Engin ESB-aðild án atbeina Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Björn segir í grein á vefsíðunni amx.is, að eina raunhæfa leiðin að markmiðum sammala.is sé, að málsvarar þeirrar stefnu styrki stöðu sína í Sjálfstæðisflokknum, efli hann með atkvæði sínu og leitist við að breyta Evrópustefnu hans."
Við eigum að kjósa sjálfstæðisflokkinn yfir okkur... Svo eigum við að reyna breyta skoðun hans um evrópustefnuna. Það er í rauninni það sem hann er að segja. Þetta er einhver mesta fásinna sem ég hef heyrt.
Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 13:41
Skaðlegt en þó grímulaust skrýmsli sægreifa leikur hér lausum hala. Allt í senn, draugur fortíðar, bölvaldur nútímans, nár framtíðar, Sjálfstæðisflokkurinn.
Stefán (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.