Sjálfstæðisflokkinn aftur ?

Ætla Samfylkingin og Vinstri grænir að koma því til leiðar að Sjálfstæðisflokkurinn komist í stjórn eftir kosningar? Til dæmis á þann hátt að Evrópumálin verði til þess að núverandi stjórnarflokkar geti ekki myndað stjórn vegna ósættis?

Halda menn að það verði ekki barið á nein búsáhöld ef sá flokkur sem höfuðábyrgðina ber á hruninu verður leiddur aftur að kjötkötlum valdanna? 

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að þau umskipti verði umflúin að Sjálfstæðisflokkurinn fái frí, ekki bara þjóðarinnar vegna heldur síns sjálfs vegna. 

Ef eina leiðin til að höggva á þennan hnút er sú að þjóðin kjósi hið snarasta um það hvort sækja eigi um aðild, þá ætti vel að vera hægt að blása til slíkra kosninga með stuttum fyrirvara, nógu stuttum fyrir Samfylkinguna sem vill hraða málinu. 

Getur verið að Samfylkingin sæki mál sitt svona fast til að lokka til sín Sjálfstæðismenn sem vilja samninga við ESB og að Vinstri grænir standi líka svona fastir á sínu til að lokka til sín þá sem eru á móti ESB-aðild ? 


mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Höskuldsson

Þú spyrð stórra spurninga Ómar. Þú ættir að geta svarað því fyrir okkur sem nýr liðsmaður Samfylkingarinnar. Ég held að ég muni ekki kjósa Samfylkingunna núna. Einfaldlega vegna þess að hún mun setja ESB málið á hold til þess að komast í stjórn með VG.

Ég er farin að horfa til Framsóknar er ekki nauðsynlegt að hafa þriggja flokka stjórn. Halda öllum á tánum.

Páll Höskuldsson, 20.4.2009 kl. 21:46

2 Smámynd: Gunnar Jóhannsson

Ef þessir tveir flokkar ætla sér að starfa saman eftir kosningar er alveg klárt að annar þeirra þarf að fara á svig við eitt af sínum aðaláherslum og svíkja þannig kjósendur sína, líkt og Samfylkingin gerði þegar hún gekk í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Ég ætla líka að kjósa Framsókn, sem mér sýnist vera í bullandi framsókn þessa síðustu daga fyrir kosningar. 

Gunnar Jóhannsson, 20.4.2009 kl. 21:56

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Ég bíð eftir svari við því er varðar Samfylkinguna í þessum pistli þínum. Ertu ekki orðinn liðsmaður þar? 

Er Samfylkingin ekki að einangra sig með ESB-pólitík sinni? Mér sýnist hvorki VG né Sjálfstæðisflokkurinn eiga samleið með henni til Brussel.  

Verður það kannski Samfylkingin sem fær frí næstkomandi laugardagskvöld? 

Ágúst Ásgeirsson, 20.4.2009 kl. 22:00

4 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Sæll Ómar ég vona að þú takir því ekki illa að ég leyfi mér að svara þessum herramönnum sem hafa tjáð sig hér að ofan.

Páll ! Ef evrópusinnar fara að hlaupa frá borði núna þá eru þeir að auka líkurnar á því að ekki náist samkomulag um að setja aðildarferlið af stað. Því vil ég biðja þig að íhuga vel hvernig atkæði þínu er best varið með tilliti til ESB ferlisins.

Gunnar ! VG þarf ekki að svíkja kjósendur sína því þeir boða aukið lýðræði og vilja leggja málið í dóm þjóðarinnar.

Ágúst ! Ég er einn þeirra Samfylkingarmanna sem tók á móti Ómari og félögum hans þegar Íslandshreyfingin ákvað að ganga til liðs við okkur á síðasta landsfundi SF og get með stolti sagt að við Ómar erum nú flokksfélagar.

og á meðan ca:49% þjóðarinnar vill fara í aðildarviðræður þá er Samfylkingin ekki einangruð í ESB pólitík sinni og ólíklegt að við séum á leið í frí.

Tjörvi Dýrfjörð, 20.4.2009 kl. 22:18

5 identicon

Ómar, þú með alla þína sanfæringu í náttúruvernd.  Hvernig getur þú gengið í lið með Samfylkingunni, sem ætlar sér að ganga í ESB.  Þar fór öll virkjunarstefnan því fyrir lítið.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 22:33

6 Smámynd: Páll Höskuldsson

Sæl Tjörvi. Ég er ekki að hlaupa frá EVRÓPUMÁLEFNUNUM. Ég trúi því bezt í dag að Framsókn sé eini flokkurinn sem væri til að fara á Evrópulestina með Samfylkingunni. Þess vegna er ég tilbúin að leggja öll lóð á vogarskálina til að koma íslandi inní EBS og því tel ég atkvæði mínu eytt í Framsókn sé bezt til þess varið.

Páll Höskuldsson, 20.4.2009 kl. 22:39

7 identicon

Samfylkingin er að gera það eina rétta núna, með því að setja Evrópumálin enn frekar á oddinn. Þetta er einfaldlega brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar og það er ábyrgðarhluti að standa fast á því. Samfylkingarfólk sér enn eftir því meira en tárum tekur að hafa lúffað fyrir Sjálfstæðisflokknum 2007 og sett málið í sofandi nefnd.

Það má ekki gerast aftur. Allra síst núna þegar við megum engan tíma missa.

Þessvegna er það skylda Samfylkingarinnar að gera þetta að úrslitaatriði. Ég hef enga trú á því að VG láti stjórnarsamstarfið brotna á því.

Bravó Björgvin og Árni Páll! fyrir yfirlýsingar kvöldsins. - þær voru reyndar ekki nýjar af nálinni, því þið hafið báðir sagt þetta oft áður, þó að fréttamenn virðist halda að þetta séu ný tíðindi... En, flott að brýna þetta enn betur!!

Allir þeir, sem vilja að Ísland sæki um aðild að ESB, ber SKYLDA TIL AÐ KJÓSA SAMFYLKINGU á laugardaginn!! - önnur atkvæði skoðast sem andstaða við aðildarumsókn.

Þetta er ekki mikið flóknara...

Evreka (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 00:01

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

En hvar ert þú sjálfur staddur, Ómar minn?

Ég fann þig hvergi á framboðslistunum sem prentaðir voru með dagblöðum þessa nýliðna dags.

Hættirðu kannski við, þegar þú horfðir upp á Helguvíkursamþykktina á lokadögum þingsins? Þér ægir kannski álbent Helguvíkurást Össurar og félaga?

Jón Valur Jensson, 21.4.2009 kl. 00:30

9 identicon

Ef VG ætla að taka það frá þjóðinni að fá að ákveða hvort hún vill fara í EB eða ekki, þá eru þeir að gera stór mistök. Ég skora á alla sem vilja fara í ESB að kjósa Samfylkinguna, það er ekkert sem heitir annað en hreinn meirihluti. Þjóðin hefur ekki efni á því að fara eftir skussunum sem með ákvörðunum sínum eru að setja þjóðina í þá stöðu að geta orðið fyrir hruni nr. 2.

Skoðið þetta myndband og sannfærist, þeir sem ekki eru vissir=> http://vimeo.com/4189836

Valsól (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 01:59

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Finnar eru í ESB. Þeir eru hættir við að virkja það sem þeir eiga eftir óvirkjað af vatnsafli. Ég fæ ekki betur séð en að hingað til höfum við Íslendingar verið fullfærir um hernaðiinn gegn landinu án þess að hægt sé að kenna ESB um það.

Við höfum tregðast við að samþykkja Árósasamninginn sem er mjög mikilvægur fyrir umhverfisbaráttuna og var settur upphaflega af stað til þess að fá þær Austur-Evrópuþjóðir, sem gengið hafa í ESB til þess taka til í umhverfismálum sínum, enda frægir umhverfissóðar.

Á sama tíma og umhverfissóðarnir hafa verið skyldaðir af ESB til að taka til hendi erum við eina þjóðin í Norður-Evrópu sem ekki hefur samþykkt þennan samning.

Ég er á kafi upp fyrir haus við að berjast í kvikmyndagerð minni vegna virkjanamálanna. Ef ég er á framboðslista er það ekki upp á punt, heldur tek ég þá þátt í kosningabaráttunni í samræmi við það og ef aðildina að Samfylkingunni hefði borið að fyrr, hefði valið hjá mér kannski staðið um það að taka þátt í prófkjöri eins og aðrir.

Það var hins vegar orðið of seint og þar að auki vita það allir, að algerlega peningalaus og eignalaus maður getur ekki tekið þátt í prófkjöri.

Hver maður verður að starfa þar sem kraftar hans nýtast best, ekki síst þegar hann er að nálgast sjötugt. Þessa dýrmætu kvikmyndatökudaga tel ég best að nota heill og óskiptur.

Ómar Ragnarsson, 22.4.2009 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband