20.4.2009 | 21:38
Vantar uppgjör við Halldór og Finn.
Ég velti því fyrir mér hvort vandamál Framsóknarflokksins liggi í því að ekkert uppgjör hefur í raun farið fram í flokknum við þá menn sem voru potturinn og pannan í spilltri pólitík flokksins á meðan þeir réðu þar lögum og lofum.
Þetta voru þeir kumpánar Halldór Ásgrímsson og Finnur Ingólfsson.
Það er ekki nóg að nýtt fólk taki við. Gagngert uppgjör verður að fara fram þar sem öllum steinum verður velt við og ekkert dregið undan.
Það er ekki nóg að einblína á sjálft bankahrunið og síðustu misserin á undan því. Spillingin og sjálftökugræðgin voru farin að blómstra löngu áður og hrunið var eðlileg afleiðing af þeim vinnubrögðum sem fengu að vera óáreitt árum saman.
Stjórnmálamenn ákvarði vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og ekki getum við gleymt þætti Framsóknar í einkavæðingu bankanna og virkjanabrjálæðinu...
Brattur, 20.4.2009 kl. 21:41
Það er ekki endurnýjun að koma með Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. Það er endurtekning á spillingu.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 22:15
Hvernig fara menn að því að gera upp fortíðina við tvö einstaklinga. Hvernig villtu að slíkt uppgjör fari fram Ómar? Ekki er ég að mæla þessum kumpánum bót, en þeir geta ekki verið helsi á heilum stjórnmálflokki sem hefur mikið til endurnýjast undanfarið. Viltu ekki bæta Valgerði Sverris á þennan lista þinn?
Kannski er ég bara að verða skotin í Framsókn korter í kosningar.
Páll Höskuldsson, 20.4.2009 kl. 22:44
Ekki Valgerði eina. Siv vann versta verkið fyrir þá kumpána.
Ómar Ragnarsson, 21.4.2009 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.