21.4.2009 | 11:44
Minnir á Borgaraflokkinn.
Borgaraflokkurinn á sínum tíma kom mönnum á þing vegna megnrar óánægju fólks hægra megin á miðju stjórnmálanna, - fólks sem áður hafði margt hvert kosið Sjálfstæðisflokkinn.
Í framboði fyrir Borgaraflokkinn var líka fólk vinstra megin frá eins og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir.
Það gefur auga leið að þegar fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar úr ca 35% niður í 22-25% þá fer þetta fólk yfir á önnur framboð. Og óánægjan ristir miklu dýpra nú en 1987.
Fyrr á tíð hafði Sjálfstæðisflokkurinn lag á að taka upp á sína arma ýmis mál frá krötum, svo sem almannatryggingar 1946, félagslegar íbúðir á sjöunda áratugnum og ýmsa þjónustu á vegum Reykjavíkurborgar.
Á þessu byggði flokkurinn fjöldafylgi sitt. Nú geta þau 10-13% Íslendinga sem áður gátu hugsað sér að kjósa flokkinn, ekki fengið það af sér eftir það hrun helblárrar hugyndafræði, sem flokkurinn var orðinn merkisberi fyrir.
Borgarahreyfingin nýtur vafalaust góðs af því að vera með líkt nafn og Borgaraflokkurinn hafði á sínum tíma.
Borgaraflokkurinn, Bandalag jafnaðarmanna, Þjóðvaki og Íslandshreyfingin toppuðu öll, svo notað sé orðalag úr íþróttamáli nokkrum vikum fyrir kosningar. Spurningin nú er sú, hvort Borgarahreyfingin toppar á réttum tíma fyrir sína baráttu og nýtur að því leyti jafnvel góðs af því að kosningabaráttan er svo miklu styttri núna en áður.
O-listi fengi fjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarna kemur verulega í ljós að þörf er á fleirri stjórnmálaöflum hægra meginn. T.d íhaldshægri mensku og frjálslinda hægrimensku.. Hægri mennska sem er umhverfis græn og hægri mennska sem vill hafa Hærri skatta á einstaklinga en minka þá til muna á fyrirtæki.
Mér finnst það ótrúelgt að láta sér detta það í hug ... að hægri menn geti verið undir sama vængi, með einn haus yfir sér, þúsund limi og allir eiga að vera á móti ESB vegna þess að hið heilga yfirvald hefur komist að þeirri niðurstöðu. Það hlítur að vera það sama gilfa á hægri vængnum og þeim vinnstri að fólk sér hlutina með mismunandi móti og það hlítur að vera .... út í hött að allir hægri menn vilja að þeir hafi sérstaka menn til þess að hugsa um pólitíkina fyrir sig... eins og Hannes Hólmssteinn sagði á sínum tíma.
Ég held að eina leiðin til þess að þessi armur stjórnmálanna farnist er að hann splundrist að minnsta kosti í tvo arma. Það er alltaf langt á milli íhaldsmans og frjálslinds hægrimanns í skoðunum oft á tíðum til þess að þeir geti verið sammála um alla hluti.
Brynjar Jóhannsson, 21.4.2009 kl. 15:06
Titillinn minnir á Borgaraflokkinn og það er til slatti af fólki sem heldur að þetta sé eitt og sama fyrirbærið, er ekki alveg viss um að það komi Borgarahreyfingunni til góða. Þau hefðu betur kennt sig við búsáhöld. Annars er frábært að sjá hvað þau eru að fá í skoðanakönnunum, nú fer þetta að verða spennandi.
Margrét Birna Auðunsdóttir, 21.4.2009 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.