Byrjuðu að blanda sér inn 6. apríl.

Ef skilningur Sjálfstæðismanna á samskiptum við ESB er réttur byrjuðu embættismenn ESB að blanda sér inn í íslensk stjórnmál og kosningabaráttuna hér og sýna dólgshátt gagnvart Sjálfstæðisflokknum þegar fyrir hálfum mánuði.

Þá birtist grein í Financial Times um þá hugmynd ríkja í Austur-Evrópu að taka upp evru þótt skilyrði fyrir því væru ekki uppfyllt og daginn eftir var hún snarlega skotin í kaf af talsmönnum Seðlabanka ESB.

Embættismennirnir eru einungis að staðfesta þetta núna þegar spurt er frá Íslandi um þetta mál, enda engin leið að leyna því sem kom fram fyrir hálfum mánuði af þeirra hálfu.

Ég fæ ekki séð hvernig þessir embættismenn áttu að geta séð það fyrir að Sjálfstæðismenn myndu bera upp þá hugmynd tíu dögum síðar að taka upp evru einhliða. Ef þeir hefðu neitað að svara spurningum um þetta núna hefði einfaldlega verið hægt að benda á svör þeirra fyrir hálfum mánuði, sem engin leið er að þurrka út, hvað sem íslenskri kosningabaráttu líður.


mbl.is ESB blandar sér í kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband