23.4.2009 | 00:58
"Eðlilegt" það sem þurfti að breyta ?
Jóhanna Sigurðardóttir flutti árum saman sömu tillöguna um að hér á landi yrðu teknar upp svipaðar reglur um stuðning við stjórnmálamenn og flokka og tíðkast víða erlendis til að koma í veg fyrir hagsmunatengsl og spiilingu.
Þetta féll í grýttan jarðveg hjá flokkum og stjórnmálamönnum sem hafa haft bestan aðgang að fjármagni.
Loks fór þó svo að ekki varð lengur streist á móti því að gera þessi mál svipuð hér á landi og annars staðar. Rökstuðningurinn fyrir ríkisstyrk til stjórnmálaflokkanna og takmörkun á upphæð styrkja frá öðrum var sá að með því væri komið í veg fyrir óeðlileg hagsmunatengsl styrktaraðila og þiggjenda og hamlað gegn tortryggni og vantrausti sem hið gamla fyrirkomulag hafði í för með sér og var hvati að spillingu.
Þessi rök að ofurstyrkir til flokka og frambjóðenda séu óeðlilegt fyrirkomulag stangast alveg á við skilning Guðlaugs Þórs þess efnis að þetta hafi verið eðlilegt.
Segir 40 aðila hafa styrkt sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Menn og konur verða að skoða í hvaða umhverfi Jón Ásgeir veitti nefnda styrki. Í áratug á undan hafði hann mátt sæta ofsóknum ríkisvaldsins. Gagnrýnendur geta ekki látið eins og ekkert hafi verið að og gleymt því.
Í því ljósi eru þessir styrkir eðlilegir.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 23.4.2009 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.