Útilokaði ekki eina þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það vakti athygli mína í kvöld að Svandís Svavarsdóttir hélt ekki fast við þá stefnu flokks síns og svipaða stefnu Sjálfstæðisflokksins þess efnis að þjóðin þyrfti fyrst að kjósa um það sérstaklega hvort sótt yrði um aðild og síðan um samning við ESB eftir á.

Svandís talaði um að líka kæmi til greina að aðeins yrði ein þjóðaratkvæðagreiðsla. Hún talaði ekki um hvort atkvæðagreiðslan það yrði þá, en eðli málsins samkvæmt finnst manni að það yrði atkvæðagreiðsla um samning.

Til slíkrar atkvæðagreiðslu kæmi hins vegar ekki ef þjóðin hafnaði því að ganga til aðildarviðræðna.

Össur Skarphéðinsson lét í það skína að þetta útspil Svandísar væri mikilvægt. Svandís sagði að VG kviði ekki úrslitum í slíkum kosningum.

Svandís minnti á fortíðina í þessum efnum, fyrst baráttu sósíalista fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um inngönguna í NATÓ og síðar baráttu VG fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúkavirjun.


mbl.is Trúi ekki að Samfylkingin láti stranda á ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Illa upplýstir frambjóðendur. Svandís veit þó hvað hún er að tala um varðandi ESB aðildarumsókn. V-G, Frjálslyndir og Sjálfstæðisflokkur gera sér grein fyrir því hvað ESB stendur fyrir. Hinir flokkarnir nálgast ESB af fullkomnu þekkingarleysi og ætla bara að prófa að ræða við risann og sjá til hvað hann býður. Hvar hafa þessir frambjóðendur haldið sig undanfarin ár? Hafa þeir ekkert fylgst með fréttum af spillingu og valdníðslu ESB? Hafa þeir ekki hlustað á gagnrýnisraddir almennings í aðildarlöndunum? Að halda það að ESB sé að bjóða íslendingum einstök kjör sem önnur ríki ESB geta ekki látið sig dreyma um, er álíka heimskulegt og að prófa að tala við Kínverja og bandaríkin og sjá til hvort að þessi ríki bjóði íslendingum einhverskonar aðildarsamninga sem eru gjörsamlega frábrugðin allri stefnu þeirra. Það verður þokkalegt þegar að íslendingar verða kallaðir í ESB herinn sem rætt er um að stofna, og ekki veitir af Evrópuher eftir að Tyrkland er komið inn í ESB, því þá liggja landamæri hinnar sameinuðu Evrópu að Íran og Írak! En hvað með það þó svo að íslendingar verði í framtíðinni að gegna herskyldu vegna fáfræði Framsóknaflokks Borgarahreyfingarinnar, Samfylkingarinnar og Lýðræðishreyfingarinnar? Við fáum þó Evru! En mun evran lifa kreppuna af? Af hverju ekki að bíða með gjaldmiðlaskipti þar til að við erum búin að ná okkur upp úr botninum og heimskreppan gengin yfir? Þá væri upplagt að taka upp þann gjaldmiðil sem er hægt að treysta til framtíðar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.4.2009 kl. 10:01

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Enginn flokkur útilokar aðildarviðræður við ESB sé samningurinn borinn undir þjóðaratkvæði. 

Hér að neðan er ályktun VG um ESB frá síðasta landsfundi flokksins, en þar er tvöföld atkvæðagreiðsla ekki sett sem skilyrði:

Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Sjálfsagt er og brýnt að fram fari opin og lýðræðisleg umræða um samskipti Íslands og sambandsins. Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Landsfundur telur mikilvægt að fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu fái rækilega umræðu og að hliðsjón verði höfð af væntanlegum stjórnarskrábreytingum og hvað eðlilegt getur talist þegar afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar um framsal og fullveldi.


 

 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 23.4.2009 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband