23.4.2009 | 14:43
Vandfetuð leið.
Það er ljóst að mikil verðmæti munu fara í súginn í gjaldþrotum heimila og fyritækja á næstunni. Spurningin er einungus sú hvernig hægt sé að lágmarka þetta tap. Tillögur Framsóknar, Borgarahreyfingarinnar og Frjálslyndra gefa sér að tapið verði minnst með því að gefa upp skuldir upp á hundruð milljarða.
Þessi aðferð myndi hafa þann kost að hún er fljótvirkust. Á móti kemur að gríðarlegar fjárhæðir verða færðar frá opinberum sjóðum og fjármálastofnunum yfir á stóran hóp fólks sem ekki þarf á slíkri aðstoð að halda.
Framsóknarmenn segja að það verði fjármunir sem muni skila sér til baka að miklu leyti í örvun neyslu og auknu fé í umferð, en þörf sé fyrir hvorutveggja.
En opinberir sjóðir og fjármálafyritæki standa bara ekki það vel að séð verði að þetta sé skynsamleg leið. Þvert á móti verður að tryggja að hverri krónu sem á annað borð rennur út úr þessum sjóðum sé vel varið.
Forsætisráðherra hefur sagt að að í sumum tilfellum kunni að vera skásta lausnin að gefa eftir allt að þriðjung af skuldum einstakra aðila, sem hafi þá burði til að starfa áfram en fari ella á vonarvöl með slæmum afleiðingum.
Það er augljóst að ekki er hægt að grípa til slíkra ráða og hafa til þess fjárhagslega burði ef eyða á hundruðum milljarða til að styrkja þá sem ekki þurfa þess með.
Hlekkirnir í keðjunni eru fimm, heimilin- fyrirtækin -fjármálafyritækin -sveitarfélög-ríkissjóður/opinberir sjóðir.
Enginn þeirra má bresta í keðjunni og að þessu leyti virðast tillögur um stórfellda flata eftirgjöf lykta af lýðskrumi kosningaloforða.
Stóra spurningin er hve langan tíma tekur að finna heppilegustu lausnina fyrir hvert heimiili og hvert fyrirtæki. Svarið við því liggur ekki fyrir og ef það tekur of langan tíma kann hugsanleg heppilegasta lausn í hverju tilfelli að koma of seint fram.
Þetta er vandfetuð leið. Svo er að skilja að 20% eftirgjöf muni kosta svipað að færa skilmála lánanna aftur í sama far og þeir voru í ársbyrjun 2008. Hugsanlega myndi hluti af slíku tilboði koma til greina, en það er morgunljóst að það er ekki hægt að láta hundruð milljarða króna hverfa án þess að einhver þurfi að greiða þá.
Og þegar allt kemur til alls eiga landsmenn allir sameiginlega ríkissjóð og aðra opinbera sjóði og við getum ekki án þeirra verið.
Fjórfalt fleiri í vanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flott og satt.
Lissy (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:31
Vetur og sumar frusu saman í nótt.
Hvarvetna var fylgst með því hvort frost væri aðfaranótt Sumardagsins fyrsta en það var talið góðs viti og jafnvel álitið að rjóminn ofan á mjólkurtrogunum yrði jafn þykkur og ísskánin á vatninu þessa nótt.
Gleðilegt sumar!
Þorsteinn Briem, 23.4.2009 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.