Svipað hefur gerst áður.

Skemmdarverkin við Leirtjörn eru dapurleg og fordæmanleg. Svona skrílmennska er einkennilega algeng hér á landi og ekkert nema vont um hana að segja.

En þau rifja þó upp fyrir mér litla frétt sem ég þurfti að skrifa fyrir Sjónvarpið fyrir um 30 árum sem var hliðstæð en þó brosleg í bland.

Slökkviðlið Reykjavíkurflugvallar fékk þá leyfi sem oftar til að draga saman eldfimt dót við austurenda a-v brautarinnar, - gott ef þetta var ekki flugvélarskrokkur og fleira slíkt. Síðan var flutt þangað eldsneyti til þess að kveikja í og æfa slökkviliðið í því að slökkva eldinn.

Þegar allt var að verða tilbúið varð einhverjum það á að líta á klukkuna og sá að það var kominn kaffitími. "Kaffi!" hefur stjórnandinn þá væntanlega hrópað og fóru menn við svo búið inn á stöð til að næra sig áður en kveikt væri í öllu draslinu og æfingin hæfist.

En þá vildi svo slysalega til að einhverjir pörupiltar, sem fylgst höfðu með slökkviliðsmönnunum, læddust að vettvangi meðan slökkviliðið var í kaffi og kveiktu í öllu saman svo úr varð mikið bál, enda eldsneyti og eldsmatur þarna mikill.

Slökkviliðsmenn fréttu þetta svo seint inn á kaffistofu sína að þegar þeir komu á staðinn var allt þegar brunnið til ösku.

Á þessum árum tíðkaðist það að gefa fréttum svonefnd vinnuheiti, sem notað var við útsendingu án þess að sjónvarpsáhorfendur vissu af því. Ég gaf þessari frétt minni vinnuheitið: "Brunaæfing eyðileggst í eldi."


mbl.is Vargar rústuðu æfingasvæði SHS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Falleg dæmisaga. Nema hvað aumingjapakkið í Sjálfstæðisflokknum kveikti sjálft í áður en það fór í kaffi.

Gunnar (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband