26.4.2009 | 02:15
Blindnin á Davíð skemmdi fyrir.
Vilhjálmur Egilsson segir ræðu Davíðs Oddssonar á landsfundi hafa átt stóran þátt í fylgishruni flokksins. En það þarf tvo til, þann sem heldur ræðuna og þá sem hlusta. Og þetta var ekki fyrsta ræða Davíðs Oddssonar þar sem samspil flytjandans og hlustendanna varð afdrifaríkt.
Sefjunarmáttur Davíðs gerði það að verkum að löngu eftir að allir hefðu átt að sjá eðli og skaðsemi stjórnunarhátta hans hafði hann ótrúleg heljartök á hinum leiðitama flokki sínum.
Meira að segja í ræðunni á landsfundinum fékk hann hvað eftir annað fagnandi viðtökur þótt hrollur færi um fundarmenn inn á milli.
Það er stundum sagt á grimman hátt að fólk fái þá leiðtoga sem það á skilið. Líklega á það við í þessu tilviki og verði að skoðast í því ljósi.
Davíð eyðilagði landsfundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.