Vonandi liðin tíð.

Sjálfstæðisflokkurinn hreykir sér af því að hafa komið í veg fyrir stjórnlagabreytingar. Vonandi verður umræðan og upplýsingarnar um styrki í prófkjörum, ásamt sigri þeirra flokka sem vildu breytingar, til þess að innleidd verða góð og skynsamleg lög um heimild til persónukjörs í kosningum, sem byggja á því sem best hefur reynst í öðrum löndum.

Það, ásamt endurbótum á lögum um fjármál flokka og stjórnmálamanna, ætti að verða til þess að við losnum við spillingarkennd prófkjör. 


mbl.is Tími prófkjara liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Hefur einhver útfært hugmyndir um þetta? Væru ekki áfram listar frá flokkum, og þá þyrftu flokkarnir að velja hverjir fá að vera á listunum?

Nú er félagafrelsi á Íslandi, og einhverjir hafa komið í fjölmiðla og sagst vera í fleiri en einum flokki. Mættu þeir skrá sig á lista hjá öllum þeim flokkum?

Mættu einstaklingar einnig bjóða sig fram utan lista?

Sum sagt, ég er nokkuð forvitinn um hvernig hægt er að útfæra þetta, og vona að þetta komist á sem fyrst.

Billi bilaði, 26.4.2009 kl. 02:51

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Rökin fyrir því að prófkjör skulu víkja fyrir persónukjöri eru þau að fólk er farið að nota útstrikanir meira...og það er miklu auðveldara að merkja við 1. flokk og svo a.  jón...b. jónu....c, jóhann....d.  jóhönnu á listanum sjálfum! (10 ára krakkar skilja þetta og vonandi þú Sigurður?)

Í Hollandi er þetta gert með tölvuskjá...það er að maður kýs flokk, og svo birtast frambjóðendur þess flokks og maður "snertir" þa sem maður vill á þing!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.4.2009 kl. 03:15

3 Smámynd: Billi bilaði

Anna, ertu að tala við mig? (Ég sé engan Sigurð hér.) Mér sýnist þó svo varla vera því að svar þitt er í engu samræmi við spurningar mínar.

Billi bilaði, 26.4.2009 kl. 04:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband