27.4.2009 | 09:52
Það var líka gjá í Helguvíkurmálinu.
Ríkisstjórnarflokkarnir eru nýbúnir að brúa gjá í erfiðu máli. Það var Helguvíkurmálið. Gjáin var brúuð á þann veg að Vinstri grænir stóðu fastir á sínu og greiddu atkvæði gegn tillögu Össurar Skarphéðinssonar.
Einn þingmaður Samfylkingar var líka á móti og annar sat hjá. Málið fór á þennan veg vegna þess að þingmeirihluti var með málinu, óháður stjórnarmeirihlutanum.
Nú virðist þingmeirihluti vera með því að láta reyna á aðildarumsókn að ESB. VG er á móti. Eini hugsanlegi þingmeirihlutinn á móti ESB-aðild fælist í ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn ætti aðild að en hver sá flokkur sem færi í stjórn með Sjálfstæðismönnum, lemstruðum eftir verðskuldaða refsingu, myndi skjóta undan sér báða fæturna.
Ein leiðin til að brúa gjána í ESB-málinu er að afgreiða málið út úr flokkafarvegi og láta þingmeirihluta vísa málinu beiknt til þjóðarinnar. Það verður að rjúfa pattstöðuna sem þetta mál setur öll íslensk stjórnmál í, - koma íslenskum stjórnmálum úr þeirri gíslingu sem málið hefur haldið þeim í um árabil.
Óbrúuð gjá í ESB-máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.