27.4.2009 | 12:47
Arfur Kvennalistans.
Athyglisvert var að sjá línurit yfir hlut kvenna á þingi í kosningasjónvarpinu. Þar sást glögglega að fjölgun kvenna á þingi byrjar 1983 þegar Kvennalistinn bauð fyrst fram. Síðan hækkar þetta hlutfall hægt og bítandi, þótt tvívegis komi bakslag og nær hámarki nú, þjóðinni til mikils sóma að mínu mati.
Loksins stöndum við jafnfætis þeim þjóðum sem lengst eru komnar á þessari braut.
Kvennalistinn var merkilegt stjórnmálalegt fyrirbæri í fleiri efnum en kvennabaráttunni. Hann setti fram mörg nýmæli í stjórnmálastarfsemi. Þau hristu upp í stjórnmálunum og gerðu mörg hver gagn þótt sum orkuðu tvímælis, eins og til dæmis það að þingmenn mættu ekki vera nema tvö ár í einu á þingi.
Það held ég að hafi verið alltof róttæk aðgerð þótt sjálf hugsunin hafi verið rétt, að hamla gegn skaðlegri slímsetu í áhrifastöðum.
Það eru 26 ár síðan Kvennalistinn kom fram. Stundum tekur tíma að ná góðum málum fram, allt of langan tíma, og lengi vel held ég að jafnréttisfólk hafi dæst yfir því hve hægt gekk. Nú vil ég senda brautryðjendunum frá 1983 árnaðaróskir með það að geta horft með ánægju á árangur baráttu þeirra, þótt seint sé.
Fagna jafnari kynjaskiptingu á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Assgoti vel er á Alþingi mennt,
um það bil fjörutíu og þrjú prósent,
fjölmargt hefur hún Kata mér kennt,
á koddanum hjá mér nú aftur er lent.
Þorsteinn Briem, 27.4.2009 kl. 14:23
Tek undir þetta. Greinilega holar dropinn steininn!
Jón Halldór Guðmundsson, 27.4.2009 kl. 14:24
Það er nú bara til lítils barist, hvort sem það heitir réttindabarátta eða sjálfstæðisbarátta, þegar að menn eins og þú selja sig Samfylkingunni og þar með Evrópusambandinu á vald og ætla að gefa allt frá sér á einu ári, land, lýð og haf, sem fyrri kynslóðir börðust við að koma undir okkar yfirráðarétt. Hafir þú ævarandi skömm fyrir.
Sigurður Bjarni (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 14:46
Ég get ekki séð muninn á því að nokkrir tugi manna "EIGI" Ísland og fari með almúgann hér endalaust eins og aumingja eða því að við göngum í ESBog látum einhverja aðra eiga okkur. Við höfum ekki átt okkur sjálf Sigurður í langan tíma og þau tækifæri sem felast í því að virka mannauðinn hafa verið kæfð í fæðingu. Ég er búin a'ð fá nóg að því að láta einhverja einræðisherra með ættarsögu og peningavald ráða yfir því hverjir hér á landi skulu vera ríkir og hverjir fátækir. Sama liðið dvelur langdvölum í Evrópu og hreykir sig af því að eiga sumarhús á Spáni,étandi ódýran mat og sötrar Evruvín allan liðlangan daginn.Borgar engan skattt af kvótauð sínum og hlær af vitleysingunum sem eru að basla við að halda þjóðfélaginu á floti .
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 15:46
Þær sátu nú í 6 ár í einu Ómar minn en ég er sammála þér að þessi jöfnun sem hefur orðið á kynjahlutföllum er ekki síst baráttu kvennalistans að þakka. Ég vona að Borgarahreyfingunni verði jafn mikið áorkað í sínum lýðræðisbaráttumálum.
Héðinn Björnsson, 27.4.2009 kl. 16:13
Ég hef ekki selt mig ESB á vald þótt ég vilji að þjóðin fái að ráða örlögum sínum í þessu máli.
Einkennilegt er að hljóta landráðabrigsl fyrir það að vilja vísa þessu máli beint til þjóðarinnar.
Skúli Thoroddsen var í hópi þeirra sem fóru sem sendinefnd Íslendinga til Kaupmannahafnar 1908 til þess að ná samingum við danska konungsvaldið.
Var hann að selja sig konungi á vald fyrirfram með því að fara til þessara samninga? Að sjálfsögðu ekki. Hann tók sína afstöðu þegar samningurinn lá fyrir.
Af hverju má ég og aðrir landsmenn ekki hafa þetta eins og hann?
Ég tel ekki að hann hafi átt að "hafa skömm fyrir" að láta reyna á samninga. Þegar heim kom frá Kaupmannahöfn tók síðan þjóðin sjálf afstöðu til uppkastsins.
Ómar Ragnarsson, 27.4.2009 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.