27.4.2009 | 14:52
Hlustum á Ömma frænda.
Ögmundur Jónasson er skeleggur baráttumaður fyrir hugsjónum sínum. En hann er líka sjóaður stjórnmálamaður og á að baki langa reynslu í mannlegum samskiptum. Var þar af leiðandi kallaður Ömmi frændi þegar hann var formaður Starfsmannafélags RUV.
Það hefur oft komið í ljós að hann vill leita að leiðum til að forðast vandræði og ná farsælum lausnum, - leysa ágreiningsmál þannig að eins góð sátt verði um niðurstöðuna og unnt er ná.
Í báðum stjórnarflokkunum er að finna menn af þessu tagi og nú reynir á sem flestir þeirra leggi sig fram til að leysa þetta mál og höggva á þann hnút, sem ég hef lýst í bloggi hér á undan þessu með notkun á orðunum pattstöðu og gíslingu, sem mál sé að linni. Hlustum á Ömma frænda og aðra slíka.
Þjóðin verður að ráða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er það lýsing á manni sem vill ná sáttum, þegar hann hótar að kalla til "búsáhaldabyltinguna" á ný, ef VG verður ekki í næstu ríkisstjórn? Það gerði hann í lokaþætti kosningavöku RUV á sunnudag
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.4.2009 kl. 15:28
Varla hefur Samfylkingin einkaleyfi á að vera með hótanir út í allt og alla. "Þið eruð ekki þjóðin"...
Ólafur Ágúst Guðmundsson, 27.4.2009 kl. 16:15
Samfylkingin vill byggja velferðarbrú til Brussel en VG vill það ekki.
Ef ESB krafan er ófrávíkjanleg þarf Samfylkingin að finna sér aðra samstarfsflokka eða vera í stjórnarandstöðu ella. Ef hún vill vinna með VG þarf hún að bakka með ESB.
Haraldur Hansson, 27.4.2009 kl. 16:22
Fögur orð sem allir geta tekið undir, en eru þau innatóm? Hvað varð af velferðarbrúnni sem var byrjað að byggja 1994 og hét "fjórfrelsið"?
Sú brú hrundi, og nú treysti ég ekki lengur verktakanum!
Ólafur Ágúst Guðmundsson, 27.4.2009 kl. 16:27
Sérstaklega fyndið hvað menn eins og Gunnar Th. geta verið óforskammaðir í að draga heimskulegar ályktanir. Nú hefur Ögmundur - samkvæmt Gunnari Th. - vald til þess að kalla út "Búsáhaldabyltingun", hvílík völd sem Ögmundur hlýtur að búa yfir en merkilegt að börn Byltingarinnar vildu nú samt ekki koma inn í VG í neitt stórum stíl heldur stofnuðu með sér sértstaka hreyfingu sem kom 4 mönnum á þing!!!
Málflutningur svona öfga hægrimanna eins og Gunnars Th. og Gísla Valdórs er farinn að hljóma sorglegri og sorglegri eftir því sem rykið fellur og fólk fer að ná áttum.
Þór Jóhannesson, 27.4.2009 kl. 18:27
Þetta var nú bara það sem Ögmundur sagði sjálfur í sjóvarpinu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.4.2009 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.