1.5.2009 | 12:52
Á sér dapurlegar hliðstæður.
Misnotkun bóta af ýmsu tagi er gamalkunnugt fyrirbæri. Sem dæmi má nefna veikindadaga. Bæði hér á landi og í nágrannalöndum líta sumir svo á að hver maður eigi rétt á ákveðnum fjölda veikindadaga í hverjum mánuði.
Í Svíþjóð gekk þetta svo langt að halda mátti að þjóðin væri með eitthvert slappasta heilsufar allra þjóða.
Vissu þó allir að lífskjör, velferð og heilbrigðiskerfi voru með því besta sem gerist í heiminum, margfalt betra en sumar þjóðir þar sem veikindadagar voru miklu færri.
Þegar þetta hugarfar verður algengt fara menn að misnota svona réttindi á þeim forsendum að það séu hvort eð er svo margir sem geri það.
Ég var svo ótrúlega lánsamur í þau tólf ár sem ég starfaði á síðari hluta ferils míns hjá Sjónvarpinu að þurfa ekki að taka einn einasta veikindadag. Ári eftir að ég hætti þurfti ég hins vegar að ganga í gegnum fjögurra mánaða erfið veikindi.
Eftir á gæti sú hugsun læðst að hjá mér að ég hafi verið "óheppinn" að verða ekki veikur á meðan ég gat "tekið út" mína veikindadaga, - en sú hugsun á bak við veikindadaga, að rétt sé að "taka þá út", hvort sem fólk er veikt eða ekki, virðist furðu algeng.
Þessi hugsun er alröng, - ég átti að þakka fyrir að verða aldrei svo veikur af kvefpestum eða öðru að ég væri alveg óvinnufær.
Hún er líka alröng, bæði siðferðilega og skoðað út frá hagrænu sjónarmiði. Með því að misnota trygginga- og velferðarkerfið er verið að veikja það og allt þjóðfélagið á þann hátt að það bitnar á þeim sem síst skyldi, - þeim sem sannanlega þurfa á hjálp kerfisins að halda.
Bæturnar misnotaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var þannig í mörg ár og trúlega en að vikulaun voru borguð eftir á en mánaðarlaun fyrirfram þó með þeim fyrirvara að yfirvinna var borguð eftir á. Eins gilti um bætur hvort heldur frá félagsmálayfirvöldum.atvinnulausum, TR og lífeyrissjóðum. Með atvinnulausa var þannig gert að félagsmálayfirvöld brúuðu bilið á meðan atvinnulaus var að vinna sér rétt til atvinnuleysisbóta. Nú er svo komið að til að mynda áskilja sér lífeyrissjóðir að borga ýmist fyrirfram eða eftir á hvað sem lögin segja. Ég harma að Vinnumálastofnun þó ekki væri gagnvart öðru en samkend að hafa ekki látið atvinnulausa fá bætur sínar fyrir 1.maí svo það hrjáða fólk með depurðina og vonleysið eitt að vopni þyrfti ekki að ganga um soltið í 1.maí göngunni verkafólksins. En nógu slæmt er það því margir örykjar og ellilífeyrisþegar fengu heldur ekki lögboðnar bætur á opunartíma banka í gær þó að 1.maí væri frídagur og bæri upp á föstudag og skildi fólk eftir auralaust fram til mánudags.Ef einhver skildi ekki vita eru bankar lokaðir um helgar og margir með sparisjóðsbækur. Þetta þýðir að jafnvel 40 þúsund manneskjur bera extra byrðar yfir þessa helgi.Hefur þú gáð að hvort einhver í þínu umhverfi sé hjálparþurfi vegna augnabliks skilningsleysis yfirvalda og stjórnenda sjóða sem ég og þú eigum? Svo tala bara fólk um svik og hvernig náunginn er að misnota kerfið. Heil þér Íslenska þjóð alltaf söm við sig!!
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 13:05
allir búnir að gleima því að það er ekki þessu fólki að kenna að það misti vinnuna ? hvernig gerðist það að á nokkrum mánuðum rauk atvinnuleysið úr um það bil 1.500 manns upp í nærri 18.000 sem það er í dag, hahh hvað ætli hafi gerst ?
og sýnist fólk vera að sjá ofsjónir yfir þeim 149.000 sem fólk fær í dag, eða það eru teknir skattaf af atvinnuleisibótum, og önnur gjöld. svo hvað er það í raun að fá útborgað til að lifa af út mánuðinn, alveg svakalega upphæðir er það ekki, þegar haft er í huga að krónan er að falla og falla, matur að verða dýrari og dýrari, húsaleiga rauk upp úr þakinu þegar verð á húsnæði fauk upp, en í dag þegar nóg er af íbúðum þá virðist lækkuninn til baka ganga alveg stórfurðulega hægt.
GunniS, 1.5.2009 kl. 14:28
Það er ekkert sem réttlætir misnotkun á Almannatryggingum eða atvinnuleysisbótum.
Það eykur líkur á að dregið verði úr réttindum.
Því miður hefur það verið einskonar þjóðaríþrótt hér að komast hjá því að greiða til sameiginlegra þarfa, en svíkja svo og ljúga til að fá sem mest úr þeim.
Þá var það öðruvísi þegar ég sat í hreppsnefnd norður í Skagafirði forðum daga, meðan enn var lagt á útsvar í hverjum hreppi fyrir sig, Þá kepptust velmegandi bændur um að bera hæsta útsvarið, það var vegsauki.
Hólmfríður Pétursdóttir, 1.5.2009 kl. 16:14
Ómar, í fréttinni er talað um "ábendingar" og þú sem gamalreyndur fréttahaukur ættir nú að taka eftir því. Hvers vegna er sagt að "margir þeirra hafa freistast til að misnota kerfið en til þess eru margar leiðir" þegar fyrr í fréttinni er talað um "ábendingar"?
Hvurslags fréttamennska er þetta eiginlega á degi verkalýðsins 1. maí?
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 18:04
Mér finnst þessi frétt illa unnin og gerð til að koma illu af stað til smælingjanna.
1) Vitum við hver aðstaða þessara 20 stúdenta var? Voru þetta nemendur sem höfðu skráð sig í von um að komast inn í HÍ?, eða voru þeir kannski að bíða eftir hinu seina og furðulega lánasjóði sem á stundum vinnur eftir eigin hentisemi?Um þetta er ekkert sagt.
2) þessir sem ekki komu í viðtal (50-60) hvað er vitað um þá? Voru þeir komnir með vinnu? eða var eitthvað af þeim veikt? eða voru þetta kannski útlendingarnir sem voru farnir af landi brott? Þarna er engin skíring á.
3) margir?? eru um 70 manns margir af 18.000 þúsund?
Það er sjálfsagt að taka hart á svindli en svona frétt er ekki til að bæta ástandið gagnvart erlendu fólki og verðandi nemendum sem eru atvinnulaus að sækja um nám.
Tómas (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.