1.5.2009 | 18:39
Baráttusöngur.
Í tilefni dagsins:
BARÁTTUSÖNGUR. (Með sínu lagi)
Horfum fram á hamingjudag ! /
Hress við skulum taka þann slag ! /
Fylkjum liði fólkinu´í hag ! /
Frelsi ! Jafnrétti ! Bræðalag ! /
Öll gegn skorti, ófrelsi´og neyð /
áfram göngum við baráttuleið ! /
Fylkjum liði fólkinu´í hag ! /
Frelsi! Jafnrétti! Bræðralag ! /
Verðmætt landið verjum nú öll ! /
Vígorð hljómi´um dali og fjöll ! /
Fylkjum liði fólkinu´í hag ! /
Frels! Jafnrétti! Bræðalag ! /
Bestu leiðir bjóðum við hér. /
Að beisla mannauðinn farsælast er. /
Fylkjum liði, fólkinu´í hag ! /
Frelsi ! Jafnrétti ! Bræðralag ! /
Saman styrkinn finnum /
þótt leiðin sé löng og ströng ! /
Saman sigur vinnum /
og syngjum baráttusöng ! /
Horfum fram á hamingjudag ! /
Hress við skulum nú taka þann slag ! /
Fylkjum liði fólkinu´í hag ! /
Frelsi! Jafnrétti! Bræðralag ! /
:,: Frelsi ! Jafnrétti ! Bræðralag !:,: /
Fjölmenni í kröfugöngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.