4.5.2009 | 23:34
Seiðandi Söngvaseiður.
VIð Helga fórum í kvöld á æfingu á Söngvaseið í Borgarleikhúsinu og áttum góða stund . Björgvin Halldórsson hefði sagt í okkar sporum að þessi sýning væri ótrúlega "erlendis", söngurinn, tónlistin, leikstjórnin, kóreografían og frammistaðan öll.
Ég get ekki stilt mig um að nefna þær Valgerði Guðnadóttur og Hönsu, Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur. Það er sjaldgæft að sjá söng- og leikkonu eins og bókstaflega fædda í aðalhlutverk sitt, en það er Valgerður Guðnadóttir svo sannarlega. Það er ekki hver sem er sem getur farið í föt Julie Andrews.
Síðan söng Hansa "Climb every mountain" á þann hátt að þetta söngatriði hennar er greypt í hugann þótt íslenska þýðingin á "Clmb every mountain" hefði mátt vera markvissari. Og minnsta stelpan í systkinahópnum var alger senuþjófur.
Sýning fyrir unga sem aldna, sem ég hefði viljað sjá þegar ég var ca tíu ára sem fyrstu upplifun á töfrum leikhúss og tónlistar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.