Fötin skapa manninn, hughrifin og árangurinn.

Ég er lítið fyrir föt og hef aldrei keypt föt á mig sjálfur. Konan gagnrýmir mig réttilega fyrir slóðaskap að þessu leyti. En það þýðir samt ekki að berja höfðinu við steininn: Við ákveðnar aðstæður hefur fatnaður mikla þýðingu fyrir hvern og einn og einnig fyrir heilu hópana og samkomurnar. Í sjónvarpi, til dæmis, verður að huga að þessu.

Þannig er það tyllidögum, hátíðarstundum, við brúðkaup, fermingar og jarðarfarir. Brúðguminn er ekki í snjáðum gallabuxum og þaðan af síður líkmenn.

Ákveðnar aðstæður krefjast sérstaks fatnaðar til þess að hjálpa til við að skapa þá heildarstemingu, hughrif og árangur sem að er keppt. Það á við um jafn ólíka staði og Alþingi og útilegur og ferðalög.

Ég skal nefna ákveðið dæmi. Bubbi Morthens hlaut eitt sinn verðlaun DV sem voru afhent í glæsilegu samkvæmi á gamla Broadway þar sem allir voru í sínu besta skarti.

Bubbi hélt mergjaða ádeiluræðu við móttöku verðlaunanna, þar sem hann deildi harðlega á allt snobbið, sem fyllti þennan sal, - þarna sætu fínu frúrnar uppstrílaðar við borðin, bæru sig saman við frúrnar á næstu borðum og hugsuðu bara um það hver væri í flottasta kjólnum og með flottustu hárgreiðsluna, en listin og listamennirnir skiptu engu máli.

"Hvað haldið þið að það hafi farið margir klukkutímar hjá hverri þeirra að klæða sig, farða og greiða?!" þrumaði Bubbi.

Þetta var skemmtileg uppákoma og ágæt ádrepa sem þáverandi yfirpönkari landsins stóð fyrir, - skemmtilegust fyrir það að hann sjálfur hafði jafnvel eytt mestium tíma allra í salnum í sitt "outfit", hanakambinn, hárlitunina, stóru svörtu sólgleraugun, hringina og draslið, sem hékk utan á rándýrum svörtum leðurjakkanum og buxunum.

Þannig hafði hann útbúið sig til þess að ná árangri í að undirstrika sín róttæku og áhrifamiklu tónlist og texta í anda þess að fötin skapa manninn, hughrifin og árangurinn. Engum í salnum tókst betur en honum til að nota fatnaðinn til þess arna.


mbl.is Þingmenn læra góða siði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar bara að þakka þér fyrir góða og skemmtilega pistla í gegnum tíðina.  Kíki reglulega hérna inn og sjaldan (ef nokkurn tímann) fyrir vonbrigðum.  Umræðuefnið yndislega fjölbreytt og þó ekki alltaf sammála þá alltaf sátt við hvernig þú fjallar um málið - vildi mikið óska að fleiri væru jafn málefnalegir í sinni umfjöllun.  Og mannlegir!

Svo takk fyrir mig, í gær, í dag og á morgunn :-)

ASE (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 00:13

2 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Flottur pistil hjá þér Ómar minn,mjög skemmtilegur og góður húmor í þessari grein þinn,en það er satt fötin skapa manninn er sagt,góðar lýsingar hjá þér,þessi pistill kemur manni bara í gott skap,svona rétt fyrir matinn,haltu þessu áfram,vonandi heyrist einhváð frá hinum frábæra tónlistamanni og félaga þínum Ómar,HA HA HA HE HE HE HA Hann Bubbi minn,hlýtur að svara fyrir sig,með sinni hörku,ég bíð spenntur, HA HA HA,kær kveðja,konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 14.5.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband