Valdið betur til þess sem gaf það.

Lýðræðisþjóðfélagið byggist á því að valdið til að stýra málum þjóðarinnar komi sem beinast frá þjóðinni sem hafi um það úrslitavald í hvívetna hverni valdi hennar sé beitt og hverjir geri það.

Það er rétt hjá forsetanum að fram að þessu hafi mál bjargast að þessu leyti betur en á horfðist.

En úrbóta er þörf því með núverandi ágöllum er ekki eins víst að þetta sleppi eins vel næst.

Það er og verður vaxandi undiralda í þjóðfélaginu og við henni verður að bregðast.  

Jafna þarf atkvæðisrétt og auka vægi þjóðaratkvæðagreiðslna.

Rétta þarf af hallann á milli framkvæmdavaldsins annars vegar og löggjafar- og dómsvaldsins hins vegar, til dæmis með því að ráðherrar megi ekki jafnframt vera þingmenn.

Auka þarf vægi, sjálfstæði  og vald þingnefnda og skýra betur hlutverk og valdsvið æðsta embættis þjóðarinnar. Innleiða siðbót í þjóðfélaginu með skýrum siðareglum á þeim sviðum þar sem valdið liggur.

Síðast en ekki síst þarf að tryggja rétt þeirra milljóna Íslendinga,  sem eiga eftir að lifa í landinu,gegn ofríki núverandi kynslóða sem með óafturkræfum aðgerðum geta gengið stórlega á rétt, frelsi og hag afkomendanna.

Allt þetta var á stefnuskrá Íslandshreyfingarinnar fyrir tveimur árum en þá ríkti þvílík "gróðæris"-stemning í þjóðfélaginu að ofangreint komst ekki að.  


mbl.is Þjóðin tók valdið í sínar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þú kaust að fara í samfylkinguna?  þvílíkur brandari þegar þú talar um forsetann, þvílíkur brandari þegar innan við 30% flokkur er með frekju um að fara í esb. 

Hafþór Skúlason (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband