Byrjun sem lofar góðu.

Það var ánægjulegt að vera í miðborg Reykjavíkur í dag og fylgjast með því hvernig hliðstæða "Þjóðahátíðanna" úti á landi er að festa sig í sessi hér í Reykjavík. Fjölmenningargangan niður Skólavörðustíg og Bankastræti í dag var lítskrúðug og fjörug og ef veðrið verður ámóta gott næsta ár verður gangan þá áreiðanlega enn skemmtilegri.

Svona hátíðir standa hjarta mínu nærri. Á sínum tíma hafði ég ánægju af því að fara vestur á firði til að fylgjast með og fjalla um fjölmenningarhátíð þar, sem ég valdi nafnið Þjóðahátíð til þess að höfða til þess hve nærri svona hátíð ætti að standa Þjóðhátíð Íslendinga. 

Þeir, sem að hátíðinni standa, hafa unnið stórgott starf og höfðu meira að segja látið útsetja og þýða á tvær erlendar tungur lagið Heimsganga sem ég lagði samnefndri göngu í té á dögunum og var spilað og sungið í fyrsta sinn í upphafi göngurnnar í dag. 

Meðfylgjandi eru íslenskur og enskur texti Heimsgöngulagsins og raunar var gerður pólskur texti sem ég birti siðar.

Svona ganga, Þjóðahátíðir, sem og fyrirhuguð Heimsganga eru í þágu friðar eins og textarnir bera með sér.

 

HEIMSGANGA.                                             MARCHING FEET.                 

Gegn stríði og böli blóðs /                             The world has seen its wars 

berumst við, þú og ég, /                               They filled our life with woe

og ætlum að ganga til góðs  /                        And left too many scars. 

götuna fram eftir veg. /                                 So let´s get up and go.

 

Við göngum um götur og torg, /                    We´re marching in every street,

um gresjur og skóga og fjöll, /                       In mountains without pause        

um álfurnar, borg frá borg  /                          And we´ll get the ones we meet

og berum kyndilinn öll. /                               To join our worthy cause.

 

Heimsganga! /                                              Marching feet 

Heimurinn þráir frið !  /                                 We´re marching now for peace.

Heimurinn, - það erum við, -  /                      Wars they have to cease. 

Heiminum gefum grið.                                  We´re marching for world peace. 

 

P.S. Ég gat þess í bloggi í morgun að ég myndi nota daginn í kvikmyndatökuferð austur á hálendi, en veður versnaði og ferðinni var frestað. 

 


mbl.is Stemmning í blíðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjölmiðlar starfa eftir undarlegum reglum

sást þú umfjöllun um gönguna ? Eitthvað annað en örfá orð?

gangan var flott og þeim sem að henni stóðu til sóma -

hvar voru fjölmiðlarnir eða hef ég bara ekki séð fréttir af þessari göngu?

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband