16.5.2009 | 19:54
Sú var góð !
Ég hef hlustað á Evróvisionkeppnina rúmlega tvö kvöld, og bæði í kvöld og í fyrrakvöld kom það iðulega fyrir að söngvarar sungu á köflum dálítið falskt, til dæmis sú rússneska sem var á eftir Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur.
En okkar fulltrúi var gersamlega óaðfinnanleg og stóð sig stórkostlega vel ásamt öllum sem á sviði voru.
Hvernig sem fer gaf þetta fólk tóninn um þá leið sem ein getur leitt okkur upp úr áfalli hrunsins.
Jóhönnu vel fagnað í Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta var frábær flutningur og hefur þegar unnið mig algjörlega yfir. Það er nóg fyrir mig.
Ef Ísland vinnur verður líklega að klára Tónlistarhúsið á einu ári, og þjóðin gæti fengið nauðsynlegt móralskt búst.
Sama hvernig fer, hefur Jóhanna Guðrún og íslenski hópurinn þegar sigrað með þessum óaðfinnanlega flutningi.
Hrannar Baldursson, 16.5.2009 kl. 20:19
Til hamingju Ísland!
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 22:35
Ómetanlegt að þjóðin geti sameinast í gleði og ánægju.
Hólmfríður Pétursdóttir, 17.5.2009 kl. 00:00
Sæll Ómar.
Og eftirminnanleg fannst mér hvernig hún klifraði upphækkunina.
Það var hrein snild !
Gljeðjumst nú öll.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.