Verða þau Rybek og Jóhanna heitasti dúettinn?

Þau ummæli féllu frá fulltrúum þáttökulanda þegar þeir skýrðu frá atkvæðum landa sinna í Evróvision í kvöld að Norðmaðurinn væri sætasti strákurinn og Jóhanna sætasta stelpan á sviðinu.

DSCF5149

Kornungir fulltrúar frændþjóðanna lyftu löndum sínum upp í kvöld.

Ekki veitti Íslendingum af því. 

Úrslit kosninganna eins og skrifuð af spennusöguhöfundi, þar sem fulltrúi sigurþjóðarinnar, Norðmanna átti síðasta orð kosninganna: "12 stig - til Íslands!"

Loksins glæta í lífi íslensku þjóðarinnar eftir svartnættið sem kom með bankahruninu í kjölfar silfursætisins í handknattleik á Ólympíuleikunum.

Ég spáði því í blogginu á kosninganóttina eftir að hafa heyrt og séð norska lagið í fyrsta sinn að það gæti ekki annað en sigrað, - hafði þó ekki heyrt nema örfá önnur lög.

Óraði þó ekki fyrir mesta yfirburðasigri í sögu keppninnar.                                      

DSCF5153

Mikið má vera ef einhver umbinn sér ekki möguleika í því að þau Rybek og Jóhanna syngi saman lag í náinni framtíð.

Jafnvel fleiri lög á heilum diski.

Það ætti að geta orðið heitasti dúettinn í Evrópu.  

Árlegt Evróvision-partí elsta barns okkar hjóna var dásamlega skemmtileg samkoma.

Myndirnar lýsa fögnuði gestanna í sumarblíðunni á veröndinni við heita pottinn.

Það var sungið og dansað af fölskvalausri fjöri og gleði.   

  

DSCF5148

Þetta er stórfjölskylda og því sést aðeins lítið brot hennar á þessum myndum.  

Sigur Norðmanna gat ekki komið á betri tíma fyrir þá. Rybek og félögum verður fagnað sem þjóðhetjum þegar þau koma heim á sjálfan þjóðhátíðardag Norðmanna. 


mbl.is Ísland í 2. sæti í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ómar.

Gaman að sjá fólk fagna.

ER alveg sammála þér að norska lagið var við fyrstu hlustun sigurlag þessarar keppni það var ljóst.

Sjálf fékk ég sömu gæsahúðina þegar ég sá norska umslagið loks, komast í undanúrslit, eins og þegar ég beið eftir Íslandi kvöldið áður.

Þau eru bæði glæsilegir fulltrúar ungu kynslóðarinnar í Evrópu og yndislegt að þau komi bæði af Norðurlöndum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.5.2009 kl. 02:31

2 Smámynd: Elías Stefáns.

Heja Norge, og Ísland! Og allar fallegu fjölskyldurnar sem fagna saman, eins og myndirnar ykkar sýna! Bara fallegt.

Elías Stefáns., 17.5.2009 kl. 02:41

3 identicon

ég held að ég gæti ekki verið meira sammála félaga mínum Ómari um hans álit eða skoðun á þessu Eurovision dæmi. Og jú kannski vegna þess að mér skilst að ég sjálfur var búin til í Norway! :)

Guðmundur S. Kristjánsson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 03:05

4 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Flott hjá þér Ómar minn,þarna er ég svo innilega sammála þér,mjög flottar myndir,þetta var ein besta gjöfin sem íslenska þjóðin fékk í gærkveldi,ekki veitti af,í allri þeirri svartsýni og kreppu sem á þjóðinni dynur,þá veitti okkar ekki af,að fá svona stór sýningu og í gærkveldi,frábært veður enda fór maður að grilla og hafa gaman af,Jóhanna var stórglæsileg og söng eins og engill,tvöfaldur sigur,frændur okkar Norðmenn í fyrsta sæti og prinsessan okkar íslendinga í öðru sæti,þarna var maður mjög stoltur að vera Íslendingur,þetta gladdi þjóðina gott lag vel sungið veðrið mjög gott um allt landið,frábær helgi,ég óska íslendingum innilega til hamingju og lagahöfundinum honum Óskari og Jóhönnu líka,flottur pistill og góðar myndir Ómar. kær kveðja,konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 17.5.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband