"Sá á ekki að stela..."

Sagan geymir mörg dæmi þess að mál hafa ekki upplýst vegna skorts á sönnunargögnum samanber bananann í ránsmáli vestan hafs.

'Í morðmálinu varðandi drápið á Gunnari Tryggvasyni var sakborningur sýknaður vegna skorts á sönnunargögnum. Fannst þó morðvopnið í vörslu hins grunaða og voru gögn mun meiri en í Geirfinnsmálinu þar sem hvorki fannst morðvopn né lík.

Gottsvin, faðir forsprakka Kambránsmanna um 1830, lá alla tíð undir grun um afbrot af ýmsu tagi en aldrei sannaðist neitt á hann þótt sonur hans endaði á Brimarhólmi.

Hann á að hafa sagt: "Sá á ekki að stela sem ekki kann að fela."

Í bókinni "Sagan af Þuríði formanni og Kambránsmönnum" eftir Brynjúlf frá Minna-Núpi er sagt frá því að Gottsvin hafi stolið peningum en það ekki uppgötvast fyrr en hann var riðinn af stað heim til sín.

Honum var veitt eftirför sem hann hefur sjálfsagt orðið var við.

Þegar eftirleitarmenn nálguðust hann bar eitt sinn hæð á milli hans og þeirra. Þegar þeir komu yfir hæðina stóð Gottsvin þar yfir hesti sínum dauðum og harmaði mjög að þessi efnilegi gæðingur skyldi hafa sprungið á sprettinum þegar hann tók hann til kostanna.

Leitarmönnum þótti það leitt að hesturinn skyldi hafa verið veill fyrir hjarta og skildi þarna með þeim og Gottsvini.

Eftir á fengu menn bakþanka en þá var orðið of seint að gera neitt í málinu. Þótti mönnum líklegt að Gottsvin hefði sjálfur drepið hestinn, sett peningana inn í hann og látið hann liggja þannig að sárið leyndist undir honum. 

Í vetur hefur mikið verið rætt um hugsanlegt misferl varðandi bankahrunið þegar fyrirtækin fundust dauð líkt og þau hefðu sprungið á "gróðæris"-sprettinum. Margir hafa bakþanka og ég get ekki neitað því að sagan af Gottsvini og meintum ránsfeng kemur upp í hugann. 

Að minnsta kosti er hugsanlegt að ýmislegt leynist falið á slóð þeysireiðarinnar, jafnvel inni í rústum fyrirtækjanna eða í kringum þau. Og enn gilda orð Gottsvins: "Sá á ekki að stela sem ekki kann að fela."  


mbl.is Át „byssuna“ áður en löggan kom
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband